Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 37
37
ar eru fullkomlega þjóð sér, og um það neitar þeim enginn,
þó oss Íslendíngum hafi þráfaldlega verið neitað um það;
og svo hafa einmitt Danir sjálfir hraldð það, ekki einúugis með
allri viðureign sinni við oss, heldur og nú nýlega á tvennan
hátt 1, með því að veita oss árgjaldið og 2, með því, að
hér var sagt á hundraðshátíð Thorvaldsens í vetur, að sú
þjóð sem hefði getið af sér Thorvaldsen, og hans snildarverk,
sú þjóð hefði fyllilega rétt til að vera í þjóða-tölu. Yér
skulum nú hér leiða hjá oss að eigna oss Thorvaldsen, þó
hann væri getinn af íslendskum föður og erfði hans hag-
leik; vér skulum hér ekki nota það sem almennt er álitið,
sem náttúran sjálf kennir öllum heiminum og sem sá víð-
frægi og skarpvitri Japetus Steenstrup hefir kennt oss, að
faðirinn sé móðurinni fremri: vér þurfum öldúngis ekki
Thorvaldsens við, eins og vér heldur ekki komum honum
fram; en hefir það mannfélag ekki rétt til að lieita þjóð,
sem hefir varðveitt mál sitt og einkenni um þúsund ár,
frá því það fyrst var stofnað? Sem tilbjó og geymdi þau
verk, sem síðan urðu andleg eign og undirstaða allra Norð-
urlanda og sem bæði geta borist víðar og verkað meir og
varað lengur en Thorvaldsens verk? Sem allt frá upphafi
vega sinna hefir getið og alið sína eigin og einkennilegu
bókvísi og þjóðarmennt, ekki af ágirnd né heiðursfýsn, og
ekki af von um neitt gjald fyrir slíkt starf, heldur einúngis
af hreinni ást og laungun til andlegs frama?
En samt er þjóðunum misjafnt varið. Vér getum ekki
sagt, að villiþjóðir hafi þjóðarréttindi; þær hljóta að lúta
og láta undan mentaninni, og menntanin er frá þeirra sjón-
armiði »óþjóðleg«; ef það er »þjóðemi« þeirra, að vera
mannætur, þá eiga menn rétt á að eyðileggja slíkt þjóðerni.
Slíkar þjóðir hafa einúngis mannleg réttindi. |>að er mennt-
anin og nytsemin, sem gefur þjóðarréttindin.
En menn blanda alltaf saman þjóðarréttindum ogpólit-
isku veldi; menn ímynda sér að ómögulegt sé að vera »þjóð«
nema þar með fylgi ríkisveldi — en það getur verið fuilkomin