Gefn - 01.01.1871, Page 40

Gefn - 01.01.1871, Page 40
40 hlutum; því hvað er það annað sem vér erum að berjast fyrir? I hverju öðru er frelsið innifalið en að mega njóta þess og hlynna að því? paö er þess vegna hörmulegt að menn skuli einlægt vera að lengja þessa baráttu og þar með hamla frelsi voru með ýmsum uppáfinníngum sem eilíflega má vera að þrátta um og sem ekki stoða þjóðerni vort hið allraminnsta. þó nú staða Islands í ríkinu sé fast ákveðin, þá geta menn samt engu að síður haldið fram þeim enum sömu hugmyndum sem menn eru búnir að bíta sig fasta í og temja sér um láugan aldur; og þó margir alþíngismenn hafi sagt optar en einusinni, að þeir hafi skoðað málið um stöðu Islands vandlega frá öllum hliðum, þá er þar með ekki mikið sagt, því það takmark og sú sannfæríng, sem þeir áttu að komast að og ná með skoðaninni, er þegar fyrir fram ákvörðuð og gefin, eins og alkunnugt er, og þess vegna er ekkert að marka þeirra »vandlegu skoðan«. VTér sjáum á þíngtíðindunum seinustu, að þíngmenn hafa margir og opt risið upp og haldið ræður um þetta, þar sem þeir hafa fastlega haldið með nefndinni í stjórnarmálinu og lýst því yfir að þeir mundu gefa atkvæði sitt með henni og að vér mundum gefa oss undir ríkisþíngið ef frumvarpi stjórn- arinnar ekki væri hrundið, til að mynda bls. 607—608, 622—625, 641 — 643, 643—644 og enn víðar; en þar er ekki komið með eina einustu ástæðu fyrir nokkrum einasta hlut, heldur er ekkert sagt með ræðunum. Vér ætlum ekki og þurfum ekki að tala mikið um nefnd- arálitin um stöðu Islands í ríkinu og um stjórnarskrána; nema hvað það sýnir fálman og óstyrk, þar sem stendur (II bls. 261—267) að Island sé ekki hluti úr Danmerkur- ríki, en þó á sömu bls. (267) strax á eptir, að Island væri sérstaklegur hlutiúrríkinu — hvorttveggja segir nefnd- in sé gilt — og svo er loksins hrapað ofan á að biðja um að það mætti verða óaðskiljanlegur hluti! Nefudin vissi þá eptir allt saman ekkert betur en stjórnin hvað Is- land er eða á að álítast. Ef þíngið hefði verið sjálfu sér

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.