Gefn - 01.01.1871, Page 43

Gefn - 01.01.1871, Page 43
43 atburðir sanna neitt á móti þessu. — Mjög sjaldan finnst Island þannig sem heilt og frjálst land nefnt í hlutfalli yið önnur lönd; það er til að mynda þegar Haraldur Gormsson ætlaði að herja á landið, en hætti við; þegar Ólafur helgi ætlaði að ná Grímsey undir sig og þar með landinu, að grun Einars þveræíngs; Ari fróði nefnir »ossa landa« í viðureigninni við Ólaf Tryggvason (sem raunar er alveg ein- staklegt tilfelli og snertir ekki gjörvallt landið); og svo loksins þegar Hákon gamli náði landinu undir Noreg. — Hvorki í Noregi né á Islandi, né annarstaðar, kemur nein »nylenduhugmynd« fram öðruvísi en að Island hygðist frá Noregi og vestan um haí, og Íslendíngar voru sjálfsagðir gestir í Noregi og á Bretlaadseyjum fyrir sakir skyldleikans; og eins og vér ekki munum eptir að Hákoni gamla hafi dottið í hug að bera það fyrir sig, að Island hefði bygst frá Noregi, eins er það víst, að menn höfðu enga pólitiska skoðan á landinu og enginn hugsaði um »Personal-ITnion«, né »nýlendu«, né »ríki«. Island var einúngis »landið«.1) Vér skulum hér koma með nokkur dæmi til að sýna, að í fornöldinni réði eiginlega engin pólitisk skoðan í líkíngu við hina seinni tíma, sem aðgreina sig gjörsamlega frá enum fyrri á því, að nú ríkir sjálfsmeðvitundin og skoðanin á sjálfum sér; en mýmargir sögumenn seinni tíma gera það að »pólitík« sem var alls engin pólitík, og gera þar með allar hugmyndir um fornöldina rammskakkar og skældar. I elstu fornöld heyrum vér talað um Egiptaland, Assyríu og fleiri ríki —• en hvernig voru þessi »ríki«? J>ar var stjórn, ‘) Stundum er Island erlendis kallað „ey“, svo sem til að gcra lítið úr því, því orðið „land“ þykir of mikilsháttar liandaokkur; en England er líka kallað „ey“, og „Bretlands-eyjar“; Dan- mörk er og stundum kölluð „liálfey“, Noregur og Svíaríki „sti skandínaviska hálfey“, Spanía og Portúgal „sú pyreneiska hálfey“; Irland er líka kallað „ey“ þó það hafl konúngsríkis nafnhót.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.