Gefn - 01.01.1871, Page 54

Gefn - 01.01.1871, Page 54
54 En unnusti við aðra hlið Lyptu höfði við ljóss komu hlómknappar bundnir böndum grænum, hugðu að himneskar vatt að vegfagri vonar augum — dáð var í draumi dagur í fjarska — brautst morgunsól af marar öldu. hrynja mundu morgundöggvar af meginblóma. Hún er dáin, horfin út í dauðann! Hún er liðin, þessi bjarta sól! Og vér störum geiminn út í auðan — allt er hljótt og dimt um jarðar ból. Geisla slær á grasi vaxið leiði — gráttu, móðir! þín var þessi mey! En í gröf er eilíft ljós og heiði, auga dauðlegt þó það sjái ei. Hún er dökknuð, himinstjarnan gljáa. hún er dáin, þessi fagra sól — nei, hún líður geguum bogann bláa björtum nærri himins-engla stól. Geisla-rák eg sé í lopti líða: loga-rúnum skrifar nornin köld ítrar meyjar æfistafinn fríða eilífðar á fagurbláan skjöld. Gæðska hjartans, gáfur andans ljósar geisla bjart við miunis-skjaldar hvel; fjör og dygð og fegurð meyja-rósar: fast er það, þótt annað tæki hel.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.