Gefn - 01.01.1871, Page 61

Gefn - 01.01.1871, Page 61
61 ljóma. Um þetta geta menn raunar fengið nokkra hugmynd í öllum enum kaldari fjallöndum; en náttúrlegt er, þó ferða- mönnum, sem koma frá snjólausum og suðrænum bygðum, verði starsýnt á slíkar undursjónir. prátt fyrir það, þó ís og kuldi sé aðal-einkenui þessara landa, þá hvíla þar samt eigi hin lífgandi öfl náttúrunnar, þótt hún sé þar eigi svo fjölskrúðug að jurtum og dýrum sem annarstaðar. Undir eins og sumarsólin nær að skjóta beinni og varmari geislum á jarðarhvelið og bræða ísinn og snjóinn í lautunum og enum þraungu dölum, þá spretta þar upp ýmsar smájurtir eins og hjá oss, sóleyjar og kattar- augu, víðÍL- og ýmsar grasategundir; sumstaðar hafa menn jafnvel fundið grösug engi, þó þar fyrir sunnan væri allt alþakið ús og snjó, og þar uorður af auðan sjó. Af dýrum er þar ekki svo lítið sem menn skyldu halda, þó flest þeirra sé faraldursdýr og dvelji þar eigi að staðaldri. Hreindýr, hirtir og moskusnaut (loðinn nautpeníngur, lítill vexti) koma frá meginlandi Ameríku þegar sumrar, og færast aptur suður eptir undir veturinn; sömuleiðis birnir og úlfar; smávaxnar mýs grafa sig í fannir og nærast þar á rótum og tágum ; þar er og hvítur héri, sem sagt er að sofi í níu mánuði samfleytt; þar eru refar hvítir á vetrum en gráir á sumrum, og sumir bláleitir; hrafnar og uglur keppast við þessi dýr eptir bráðinni. Einna mest kveður samt að hvítabjörnunum; þeir eru ávalt á ferðinni, leggjast aldrei í vetrardvala og hirða ekki um þó allt sé gaddað; þeir nærast einkum á selum og fara því frá einum stað til aunars til að leita að auðum sjó; þeir haf'ast mjög við á sundi og hittast opt margar mílur frá landi. Sjófugl er og mikill á þessum stöðvum og vita menn eigi hve lángt þeir muni fara til heimsskautsins — líklega fara þeir íkríngum og yfir sjálfan jarðarmöndulinn; þar eru allar enar sömu tegundir sem hjá oss, og fuglberg víða; mýflugur liafa menn og fundið þar, sumarfiðrildi og hunángsflugur. Alls konar hvalir. selir og rostúngar byggja sjóinn, en nú er þeim stórum fækkað hjá

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.