Gefn - 01.01.1871, Page 63

Gefn - 01.01.1871, Page 63
Grænlendíngur«: »innuksisivavok«; »hann fer að verða Græn- lendingur«: »innungorpok«. Sjálfa sig kalla þeir »innuit«, menn, og er [>aö þjdðarnafn þeirra; »Bskimóar« er eiginlega fyrirlitníngar nafn og merkir þá sem eta hráan fisk; er það gefið af Indíanaþjóð þeirri er Algonkin nefnist og byggir þar nyrðra, og eldir ávallt grátt silfur við Eskimóa. Hvað »Skrælíngjar« eiginlega merki eða hvaðan það sé komið, veit eg ekki; svo kölluðu Islendíngar enir fornu, er fyrst fundu Ameríku, landsmenn þá sem þar urðu fyrir þeim og er ekki víst það hafi verið alveg sú hin sama þjóð sem vér nú köllum Skrælíngja og Eskimóa, því ífyrsta lagi er þeim hvergi svo lýst að þeir sé þekkjanlegir; þeir eru kallaðir »svartir menn (o: dökkir á hörund, en ekki svartir eins og Negrar) og illilegir, og höfðu illt hár (o: úfið og lirokkið og stutt) á höfði, eygðir mjög og breiðir í kinnum«; þeir höfðu skinnbáta (húðkeipa) eins og Skrælíngjar hafa enn, og þeir lifðu og við korn, því þeir þorvaldur Eiríkson hins rauða fundu kornhjálm af tré við Vínlands strendur (sem raunar er allsunnarlega); þessir Vesturheimsmenn (Skræl- íngjar) höfðusamt vit á að þiggja vopn og ýmislegt glíngur; og í öðra lagi er ekki víst, að þetta hafi allt verið samkyns þjóð, — (um mál þeirra heyrum vér ekkert í sögunum nema fjögur mannanöfn, og eru öll ólík núverandi Grænlendsku, ef þau annars eru rétt hermd: Vethildr, Uvæge, Avalldanía, Vall- didida; annars mætti hér um fleira tala) — þó hafa seinustu rannsóknarmenn þókst finna að þetta sé ekkert annað en sömu Indíanaþjóðirnar sem byggja sunnar í Ameríku, en sé korpnaðar þannig af kulda og kröm á sál og líkama — en þetta finnst oss af ýmsum ástæðum ólíklegt nema í vissum skilníngi, nefnilega frá því sjónarmiði, að allir menn sé komnir af einum foreldr- um eins og ritníngin kennir og eins og menn nú helst trúa. Aðrir balda að Eskimóar hafi áður búið sunnar og verið reknir norður á við af Indíanaþjóðum/ en sú meiníng er einúngis bygð á sögu Eiríks rauða og |>órfinns karlsefnis, sem vér vísuðum til hér á undan, og þá álíta menn það sem víst að þetta hafi verið Eskimóar; en vér álítum það

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.