Gefn - 01.01.1871, Síða 66
66
lega af þeirri orsök, að menn voru þá svo ókunnir hnettinum,
að allir héldu að Ameríka væri sama sem Indíaland, og væri
]>ar fullt af gulli og gersemum og alls konar gæðum; menn
fýsti jþví að finna sem stytstan veg til ]>essa sælulands —
jþað var eins og þegar menn í fornöld gerðu margar atreiðir
til að leita Ódáinsakurs, sem vér bæði þekkjum af sögu
Eireks viðföria og helgra manna sögum. Jafnvel Kólúmbus
dó í þeirri trú, að hann hefði fundið Indíaland eða austur-
strönd Asíu, sem þá var kölluð Zipango (Japan), og menn
fóru brátt að reyna fyrir sér, hvort ekki yrði þángað komist
á enn hægri leið en þeirri sem Kólúmbus fór þvert yfir At-
lantshafið. fessa freistuðu menn á þrennan hátt: 1, menn
vonuðust eptir að geta komist þángað norður fyrir Norfeg
og svo fram með norðurströndum Asíu eða þar í gegnum
álfuna, því menn þektu þá enn ekki norðurstrendur hennar;
2, menn komust þó brátt að því, að Ameríka og Indíaland
voru sitt hvað, og þá vildu menn reyna hvort ekki væri
neinn sjóvegur á milli Atlantshafsins og kyrra hafsins; og
3, hugðu sumir að takast mætti að komast þvert yfir
sjálfan jarðarmöndulinn, og héldu að þar væri auður eða
íslaus sjór.
Fyrst stefndu menn í norður og vestur, en komust
varla norðar en Nýfundnaland og þar yfir á meginland og
fundu þar Indíana. J>etta var í 15du aldar lok og snemma
á 16du öld. Lengi leituðu menn fyrir sér íþessa átt(miðað
frá Englandi, Frakklandi og Spáni), en ekkert varð ágengt.
Menn fundu þá uppá því að leita í gagnstæða átt og ætluðn
því að komast norður fyrir Noreg og Finnmörk, alltaf til
þess að ná til Indíalands. Enskt kaupmannafélag bjó þá
út þrjú skip, sem létu úr höfn árið 1553. Við norðurhöfða
Noregs skildist eitt frá í stórviöri, en tvö héldu saman og
komust til Ný-Semblu; hét sá Willougby er fyrir þeim var,
og sneri hann þar aptur og lenti við Varðevjarhús í Noregi.
J>aðan leituðust bæði skipin við að komast fram með landinu
austureptir; þar eru óbygðir einar og taldar með Kússaveldi.