Gefn - 01.01.1871, Page 69

Gefn - 01.01.1871, Page 69
69 höfðu alltaf verið að reyna til að leysa úr. Nú þókti mönn- um sem skynsamlegra væri að reyna fyrir ser frá kyrra hafinu, og þetta fól Pétur mikli Beríng nokkrum á hendur, dön- skummanni í rússneskriþjónustu. Hann fór á stað 1725og aust- ur um Síberíu eða Svíþjóð hina köldu, og sté á skip í Okótsk 1728 ;þá sigldi hann í gegnum sund það er skilur álfurnar og síðan er eptir honum nefnt, en þá sá hann ekki Ameríku og vissi víst ekki hvað hann hafði fundið. Laungu seinna fór hann aptur í landaleit, og kom þá að landi nokkru fjöllóttu og skógi vöxnu, en það var suunar og uustar en Beríngssund; þá snéri hann aptur og fann ýmsar eyjar, en loksins barst skipinu á við ey nokkra er síðan heitir Beringsey og þar andaðist hann af skyrbjúgi 8. december 1741, og þrjátíu menn með honum. TJm síðari hluta 18du aldar var Kók orðinn frægurfyrir siglíngar sínar, og eptir að hann hafði fundið fjölda eyja í suðurhöfunum og komist þar lengra en nokkur maðurannar fyr, þá var hann fenginn til að fara í landaleit norður ept- ir, til að vita hvort honum ekki mætti takast það sem engum hafði tekist þángað til. Kók hélt út frá Beríngssundi, og svo mikið traust báru menn til lians, að skip voru send yfir í Baífínsflóa, sem áttu að taka á móti honum þar, þegar hann kæmi norðan úr beiminum. En hann komst ekki nema örstutt norður frá Beríngssundi, því bið uyrðra var allt ísum lukt; kvaðst hann ekki liafa eygt annað til norðurs en end- urskin endalausra ísfiáka. Menn voru nú hættir að gera sér vonir um að finna gull og gersemar á þennan hátt; en þar á móti fór nú aptur að kvisast, að feiknamiklir kopamámar væri norður við Húð- sonsfióa, og áttu þeiraðliggja við fljót nolckurt þar;Hearne nokkurr réðist þá til og fór að leita að fljótinu, og fann það líka eptir hálfs árs ferð, í júlí 1771, en kopar fannst lítill eða enginn; aptur á móti gengu menn nú úr skugga um, að meginland Norður-Ameríku næði ekki út að sjálfu heims- skautinu, eins og menn höfðu haldið, heldur væri menn nú komnir fyrir endann á því. Tuttugu árum síðar ferðaðist

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.