Gefn - 01.01.1871, Page 70

Gefn - 01.01.1871, Page 70
70 Alexander Mackenzie um Ameríku, og komst að fljóti því sem við liann er kennt. Nú kom styrjaldartíð, er nýlendurnar í Norður-Ameríku gerðu uppreisn ogbrutust undan móðurlöndunum, Frakklandi og Englandi; þær kallast nú »Bandafylki«. [>etta gerðist á árunum 1773—1783, því uppreisnarstríðið varaði í tíu ár; en ófriður og órói var samt miklu lengur, svo enginu hugs- aði um neinar norðurferðir í meir en Qörutíu ár. J>á kom fram maður nokkur á Englandi, Jón Barrow, ritari skipa- stólsstjórnavinnar og einkar vel að sér og ötull, og setti sér það fyrir mark og mið allrar æfi sinnar, að engiu þjóð nema Englar skyldi verða þess heiðurs aðnjótandi, að hafa fundið norðvestur-sjóleiðina. Reynslan hafði þángað til sýnt, að þarna var ekki nein von til að hentug kaupfara-leið yrði fundin; en vísindin höfðu nógar ástæður til þess að reyna fyrir sér og binda enda á þessar tilraunir, og það var nóg fyrir Jón Barrow. Menn höfðu nú um tvær heilar aldir reikað um svo víðlent svæði, að þar gat verið heil lieims- álfa, og þó var það enn þvínær alveg ókunnugt flæmi. Á árunum 1815—1817 fréttistþað eptir hvalveiðamönn- um, að veðurátt hefði um nokkra vetur verið óvenjulega mild og hæg þar um norðurslóðirnar, og væri því ísar losn- aðir þar um allt. f>á leitst Barrow hentugur tími vera til að hefja landaleitirnar aptur, og var heitið 20,000 pundum (þá hér um til 200,000 dölum) sem verðlaunum handa hverj- um þeim sem fyrstur fyndi þessa sjóleið. Áríð 1818 lögðu tvö skip út úr Tems í landaleitir; stýrði öðru Jón Ross, og átti að halda norður í Baffinsfióa, en þángað hafði enginn komið síðan Baffin; en hinu skipinu stýrdi Búkan nokkurr og átti að halda norður um »Spíssbergen« (Tindfjalla-ey). Hvorutveggi kom aptur um haustið svo búnir; en ferð þeirra var merkileg að þvíleyti, sem með þeim höfðu farið þeir sem frægir urðu síðan: með Ross var Jón Parry, en með Búkan Jón Eranklín, Back og Becchey. Árið næst á eptir var Parry boðið að halda áfram þar

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.