Gefn - 01.01.1871, Page 71
71
sem Ross hafði hæct við, og fyrst að reyna að komast inn
í eða í gegnum Lankaster-sundið. Hinn lsta ágúst komust
skipin Hekla og Grípir inní sund þetta; stýrði Parry ferð-
inni og hugði gott til, því enginn ís tálmaði, og þóktist
hann nú vera á réttri leið til kyrra hafsins. Fyrst héldu
þeir í gegnum Prins Regents sund, svo kallað; en þá kom-
ust þeir ekki lengurfyrir ís og urðu að hverfaaptur; héldu
þeir þá lengra vestur eptir í gegnum Barróws-sund. Pjórða
september voru þeir komnir að llOda mælistigi vestur-
lengdar; en fyrir það hafði verið heitið 5000 punda verð-
launum, og unnu þeir svo til þeirra. Var Parry þá kominn
á suðurströnd Melville eyjar og varð að sitja þar um vet-
urinn; en veturinn kom mjög snemma og skipin gaddfrusu
íísnum. þ>at' satParrymed 94 menn í jökulgaddi og öræfum
og var þar nótt í 84 daga samfleytt; tíu mánuði voru þeir
þar, og losnuðu skipin loksins í byrjun ágústmánaðar, en
óvinnanda verk var að komast lengra fyrir ísnum, og svo
héldu þeir aptur heim á leið; höfðu þeir komist hálfa leið,
og þókti fræknleikur.
Seirina hefir félag nokkurt, sem kennt er við Húðsons-
flóa, látið mæla álla norðurströnd Ameríku, og er þar með
sannað, að frá Beríngs sundi og að fiskifijótinu mikla sé
einlægur sjór, og þá sjóleið allt vestur úr frá vetrarsetustað
Parrys. En þó menn vissi þetta, þá höfðu engir samt enn
siglt þessa leið alla, því mælíngarnar höfðu verið gerðar
fram með ströndunum, á landi. Parry hafði einnig dottið
í hug að leita sjóleiðarinnar sunnar; hann hélt því enn á
ný á stað og hafði þá skipin Heklu og Fúríu, og komst inn
á Húðsonsflóa og þaðan inn í Repúlsvík — en þar komst
hann ekki lengra, því þar var ekkert sund. Á þeim stöðv-
um varð hann enn að hafa vetrarsetu; og eptir að orðið
hafði að saga skipin úr jökunum og menn höfðu barist við
ísinn um nokkrar vikur, þá sat hann annan vetur þar norðurfrá
og sneri aptur heim um sumarið 1823. Opt höfðu þeir
höggvið og sagað ísinn hálfa mílu vegar, og leitt skipin