Gefn - 01.01.1871, Page 87

Gefn - 01.01.1871, Page 87
87 fyrír það sem þeir gera. í þess háttar tilfellum gerir hverr allt sem hann getur, og þar er ekki lengur spurt að neinu: dygð og eðallyndi, hreysti og hreinlyndi: allt slíkt er ónýtt nú á dögum; menn berjast með öllu sem til er, og mest með svikunum. þannig kom það fram þegar íbyrjun stríðsins, að þjóð- verjar höfðu njósnir af öllu því er fram fór í Frakklandi, og höfðu jafnvel farið að húa sig undir stríð, ef verða kynni, í mörg ár. Tlm þetta hafa menn brígslað f>jóðverjum harð- lega, en menn nefndu þá ekki að Frakkar hjuggu sig líka, þó þeir gerði það svo illa sem raun gaf vitni. Menn hafa og sagt, að með þessum herbúnaði um mörg friðar-ár hafi þjóðverjar egnt Frakka og knúið þá til að hefja óeirðirnar — en einmitt hið sama gátu þjóðverjar sagt og þetta sögðu líka báðir áður en bardagar urðu. Enginn getur bannað öðrum að fara að búast út hversu snemma sem hann vill, og ekki að nota allt sem hann á kost á; menn skyldi halda að öll blöð hér hefði verið rituð af vitlausum mönnum í þann tíma sem stríðið hófst, því þau heimtuðu að f>jóð- verjar skyldi vera sem verst úthúnir en voru bálreið út af því að þeir neyttu kraptanna; en bæðierþað, að þessi skoð- un er lík sumu öðru hjá blöðunum, svo aumleg og lúaleg sem hún er, enda eru nú öll blöð hætt að bregða f>jóð- verjum um þessa bluti. Yér tölum alls ekki þannig af því að vér óskuðum eptir að þjóðverjar hefði betur á móti Na- póleons her, því vér vildum einmitt hið gagnstæða. Að láta egna sig til stríðs af því önnur þjóð hefir her- húnað og »stríði sér«, »æsi sig« eða þvíumlíkt, það er illa samhljóða þeirri ró sem menn annars segja að eigi að vera í öllum ríkisefnum og stjórnarmálum. ]>etta hefir alltaf verið sagt um þjóðverja, en það er alveg rángt, því enginn meinar öðrum að fremja það hjá sjálfum sér sem hann vill. f>á gæti f>jóðverjar líka sagt: »Eússar eru ógurlega stórt ríki og eru alltaf að bæta og auka herbúnað sinn, vér erum hræddir við það, vér getum ekki þolað það, við skulum berja

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.