Gefn - 01.01.1871, Page 88

Gefn - 01.01.1871, Page 88
88 á þeim« — og svona gæti þetta gengið koll af kolli. í þessu er þjóðametníngurinn nú á dögum innifalinn, svo ósara- boðinn sem hann annars er öllum vorum tíma, sem alltaf er að hrósa sér — og sannarlega með öllum rétti — fyrir upplýsíngu, fyrir hreinskilna og fjöruga eptirleitan sannleikans og fyrir margar ljósari og réttari skoðanir á hlutföllum heims- ins en menn höfðu áður. En einmitt fyrir þennan sama krapt vonum vér, að þessi þjóðametníngur hætti eiuhvern- tíma, þó þess kannske verði lángt að bíða. — |>að er lángt frá því að vér óskum, að þjóðverjar ráði öllu í Norðurálf- unni; en þó þeir nú um stund kunni að verða mestu ráð- andi, þá höldum vér samt ekki, að hinum smærri ríkjunum sé meiri hætta búin fyrir það, þó Thiers væri að dylgja yfir því til þess að fá menn í stríð með sér. Á hinn bóginn hirðum vér heldur ekki mikið um að Frakkar verði öllu ráð- andi, því vérvildum helst óska, að enginn einn verði þann- ig allra herra, með því slíkt er harðstjórn í ríkis-kerfi Norð- urálfunnar, og oss finnst það hálfkátlegt að halda »frelsis- berserkk til að gæta hinna minni á móti hinum meiri, því einmitt þetta er til að egna ófrið og ósamlyndi. í þessu stríði hafa menn tekið til þess, að J>jóðverjar hafa um mörg ár lagt sig eptir að skoða og færa sér í nyt alla þá revnslu og þekkíngu á hernaði, sem menn hafa haft frá dögum Napóleons ens fyrsta, þegar þeir voru sem aum- astir og kúgaðir af Frökkum, og er nú sagt að þeir ætli að hefna sín. þeir hafa fært sér í nyt allar vísindalegar rannsóknir og uppgötvanir, sem til stríðs verða hafðar og það með óskjálfandi og fullkominni hugarró, svo þeim skjátl- aðist aldrei ámeðan þeir áttu við lið Napóleons. þeir vissu allt út í hörgul um Frakkaher, en Frakkar vissu ekkert um þá; allt var út reiknað og hnitmiðað niður, að svo miklu leyti mannleg framsýni getur orkað. í því stendur og bet- ur á fýrir þjóðverjura, að flestir eða allir herforíngjar, æðri og lægri, og ótal aðrir menn, skilja og tala frakknesku, þar sem því nær enginn frakkneskur maðurkann eitt orð íþjóð-

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.