Gefn - 01.01.1871, Síða 96
96
mundi aldrei unnin verða, og ef París yrði unnin, J>á væri
allt Frakkland þar á bak við; en £>jóðverjar skutu á borgina
þángað til hún gafst upp; þjóðfrelsismennirnir höfðu reist
mikla herflokka — enn meiri að tölu en lið Napóleons var,
og var grobbað og gortað af þeim allt sem varð, en það var
ekki nema höföatalan, þeir voru ónýtir og allur þeirra útbún-
íngur ónýtur, herforíngjarnir ónýtir og allt ónýtt. En gortið
vantaði ekki og seint munum vér gleyma því sem sagt var
um hversu ramlega Frakkar hefði víggirt Parísarborg, það
átti að vera svo ógurlegt að menn urðu dauðhræddir af að
líta á vígin og vélarnar — nú er það komið upp að allt þetta
var tóm lýgi og þessar og aðrar lygarhafa blöðin tælt fólk
til að kaupa svo ærnum peníngum mundi nema ef öll þau
svik væri saman talin. Vilhjálmur konúngur lét vígja sig
undir keisarakrúnu í Versölum og hefir honum mjög verið
brugðið um að hann hafi haft guðs nafn allmikið um hönd í
orðum sínum um stríðið og þókst vera verkfæri í guðs hendi
og sendur af guði til að viuna þessi stórvirki. En vér vitum
ekki hvort hitt er betra, sem Frakkar og þeirra vinir hafa
gert, að hæðast að guði; það sem er víst, er það, að guð
hefir ekki hjálpað Frökkum í þetta sinn; eptir fall Napóleons
biðu þeir alltaf ósigur í hvert sinn og voru í enni lierfilegustu
eymd, og er nú allt þeirra gort og blaðanna skrum hrunið
saman eins og spilaliús. Afdrifþeirra hafa sýnt, að það er
þjóðarinnar eigin spil'íng, en ekki óvitska og prettvísi Na-
póleons, sem hefir steypt Frakklandi. Frakkar þykjast vera
katólskir að trú, en hafa ekki trú heldur en hundar, og trúarleysi
þeirra á án efa mikinn þátt í atburðum þessum. Eptir að
vopnahlé hefir staðið um stund, er nú friður loksins á kominn
og eiga Frakkar að láta úti Elsass, nokkuð af Lótríngen og
allt að tveim þúsund millíónum dala; þykja það harðir kostir,
en við öðru var ekki að búast.