Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 3
3 er rúmt 1V* fet milli hlóðanna, enn steinninn, sem yflr lá, hefir verið klofinn sundr og brúkaðr. Fvrir utan þetta Ingjaldsbyrgi hefir á síðari tímum verið hlaðið fjárbyrgi. Enn útsunnan á hæð- inni heitir enn þá Vaðsteinaberg. í útsuðr frá Hergilsey eru Skjaldmevjareyjar um Va mílu sjávar. Það eru óefað þær eyjar, er sagan kallar Skutileyjar. Þar austantil við eyjarnar hafa þeir Gísli setið á fiski og þaðan blasir við Vaðsteinaberg. Þeir Evjólfr hafa róið þar beint að landi og lent í víkinni rétt fyrir vestan Vaðsteinaberg, sem kallað er, á Hergilsey1. Þar má lenda um flóð og fjöru. Hér hefir Ingjaldr lent, því að það lá beint við, og gengið upp í bergið. Staðrinn, sem Ingjaldr og þrællinn stóðu á, verðr nákvæmlega tiltekinn; hann er efst á Vaðsteinabergi; þetta kemr alt vel heim við söguna. Þegar Börkr hefir komið upp á hæðina, og sá ekki Gisla, hefir hann farið heim á bæinn og rannsakað; síðan hefir hann farið um alla eyna, og loks komið að lautinni sunnan til við hæðina, sem gengr norðr af Vaðsteinabergi, þar sem byrgið var. Þetta var og skilyrði fyrir því, að Gísli kæmist undan, að þeim dveldist sem lengst. Að öðrum kosti mundu þeir Börkr brátt hafa náð Gísla, þar sem þeir voru 14 á skipi, enn þau Gísli tvö ein. Eg skal geta þess, að «Vöst« heitir mið í vestr af Flatey og beint í suðr af Skutilseyjum; þetta er þó ekki sú »vöst«, sem sagan talar um, enn fiskimið hétu »vastir« alment í fornöld. Að Auðshaugi. (2.—3. ágúst). Eg fór alla leið frá Hergilsey og upp á Hjarðarnes, eins og Gísli; það eru 21/* vika sjávar. Enginn hefir áðr vitað, hvar Gísli kom að landi, enn þetta er þó auðséð. Tæpa V/i viku fyrir utan Auðshaug eru tveir hólmar rétt við landið og fjarar í báða; utan til við ytri hólmann miðjan hefir Gísli lent; hann liggr beint við og þangað er einna styzt úr Hergilsey, enda kemr það alveg heim við söguna. Þar er lítil vík og annarstaðar flýtr ekki að, enn Börkr var á stóru skipi, meira enn tíæringi. Þegar Gísli hleypr hér yfir þvera eyna, verðr fyrir honum hið eina hamarssJcarð, 1) Stykldseyjar heita meira ern hálfa mílu austr af Hergilsey. Þærgeta ómögulega verið þær eyjar, sem þeir Grísli sátu hjá, og Börkr hefði þá alls eigi hitt Gisla, því það var langt úr leið. 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.