Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 13
13
og það kynni að hafa verið ró með hnoði. Annan ryðbút fann
eg þar með sama ásigkomulagi, og heldr minni, flatan með á-
föstu tré við; og svo þriðja ryðbútinn, sem er allra minstr, skál-
myndaðr öðrum megin; ekki sér á honum vott af tré og svo 2örsmáa
ryðbúta. Á einum stað í tóftinni fann eg hrúgu af fúnum skelja-
brotum, og örsmáa fils auðsjáanlega af beini, sem var svo graut-
fúið, að það datt alt í sundr. Þá fann eg og í tóftinni allstaðar
mikið af viðarkola-ösku og smáum viðarkolabútum. Enn fremr
fann eg flís af svartleitu tré, smágervu, sem er orðið stökt og
ummyndað; eg held að það sé varla surtarbrandr. Öll merki á
þessu eru svo fornleg sem það væri frá 10. öld eða fyrri hluta
hennar, enn 10 ár eða meir gera ekki svo mikið til, þegar um
langan tíma er að ræða.
Tóftir þessar eru nú, eins og áðr or sagt, allar kallaðar einu
nafni «Flóka-tóftir», og fornleg merki bera þær yfir höfuð að
tala. Eg hefi heldr eigi til þessa fengið neina vitneskju um, að
þar hafl verið bygð á síðari tímum nein önnur bygging, enn hin
áðrtalda stekkjartóft. Ef maðr mætti leyfa sér að gerahérum
nokkurar getgátur, hvað tóftir þessar hafi verið, þá er það mín
ætlan að hin síðartalda tóft (6) hafi verið sú skdlatóft, sem
Landnáma ljósum orðum nefnir, enn nú er orðin aflöguð á þann
hátt, sem áðr segir, og sannanir fyrir því eru þeir hlutir, sem
hér fundust. Því að það er öllum ljóst, að hér hafa eldar verið
hafðir. Verulega gólfskán eða önnur glögg og stór kennimerki
getr hér ekki verið um að ræða eftir svo afarlangan tíma, þar
sem þetta er hin elzta tóft á landinu, að frá teknu, ef leifar
kynnu að finnast af húsi Garðars í Húsavík. Hvað tóftinni 5.
viðvíkr, sem er þessari samhliða, þá liggr það næst og í augum
uppi, að þar hefir hrófið verið. Á það bendir glögglega fyrst
afarstærð tóftarinnar, þar næst að hún lítr út sem naust eða
hróf, og að endingu það, að hér fanst ekki neinn vottr um nokk-
urn skapaðan hlut, nema hið upprunalega jarðarefni. Þá kemr
hið þriðja, sem Landnáma nefnir, nfl, seiðrinn. Það er bágt að
ákveða, hvað hún meinar. Enn skyldi nokkurs um það til geta,
þá er líklegt, að það sé ferhyrnda litla tóftin 6. Eitt er sjáan-
legt, að tóft þessi hefir engin skepnutóft getað verið, því að þar
hefirekki getað komizt inn í nema fáeinar kindr, enda fundust
þar engar taðleifar, enn þvert á móti eldmerki, þar sem þar
fundust kol og aska, sem áðr segir. Þá koma tóftirnar 2 og 3.
Það er bágt að segja, til hvers þær hafi verið hafðar, enn skyldi
pokkurs til geta, þá líta þær út fyrir að hafa verið bátanaust