Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Síða 19
19
og gæti þar verið hafa úthýsi. Annars verðr ekkert um það
sagt með vissu. A Bólstað þykir mér mjög fallegt og vinalegt,
eins og víðarinni i Álftafirði. Þar eru og víða landkostir góðir;
þannig er t. d. í Úlfarsfellshlíð, eins og Eyrb.s. tekr fram. Þar er
kafgras víða og gott slægjuland. Þótt hlíðin sé snarbrött þegar
út eftir dregr og klettar að ofan, eru þar varla neinar skriður.
Þegar komið er á Bólstað og horft yfir land það sem Arn-
kell hefir búið á meðan búið var á Úlfarsfelli og Örlygsstöðum,
virðist land þetta næsta lítið fjrrir slikan mann, sem bæði var
höfðingi og goði. Má þó vel skilja, hvernig á þessu hefir staðið,
þótt sagan tali ekki um það. Hér vantaði beitland, og held eg
því að Arnkell hafi baft Borgardal undir og hlíðina alla út undir
Geirríðareyri, og svo alt inn að landamerkjum á Kársstöðum,
sem eru á móti Vaðilshöfða. Það er mjög eðlilegt, að hann hafi
fengið það land hjá Þórólfi föður sínuin, enn hann aftr erft það
eftir móður sína Geirríði. Þótt þetta sé tilgáta, er hún samt
skilyrði fyrir þvi, að slíkr maðr sem Arnkell hafi getað búið á
Bólstað.
Þórólfs haugr bægifótar.
(29. ágúst).
Millum Úlfarsfells og Hrisafells gengr fram Þórsárdalr,
fallegr dalr með sléttum graseyrum alt fram í botn báðum megin
við ána Þórsá, sem rennr eftir miðjum dalnum. Vestan til undir
Úlfarsfelli hefir bærinn Hvammr staðið, þar sem Þórólfr bægi-
fótr bjó. Þetta hefir verið í fögrum hvammi rétt uppi undir
hlíðinni, enn stekkrinn frá Hrisakoti hefir verið bygðr ofan á
bæjarrústunum. Þar sjást því engar verulegar tóftir lengr, nema
upphækkun undir stekknum, með þvi efnið í stekknum, sem er
töluvert stór, hefir verið stungið upp og öllu umrótað. Þar að
auki hafa jarðföll tvö grafið sig niðr norðan við tóftirnar. Fyrir
sunnan stekkinn er lækjarfarvegr, sem líklega hefir verið bæjar-
lækrinn. í Hvammi hefir verið mjög fallegt og skemtilegt að
vera og næsta ólíkt því sem að búa við aftrgöngur. Hlíðin er öll
með sléttum grasbreiðum undir og grasgeirar hátt upp í hlíð.
Eg fór fram um allan Þórsárdal alt fram í botn, til að leita að
Þórólfs haugi bægifótar. Loks fann eg hann á eggsléttri grund,
sem er grasi vaxin fyrir austan ána, 24 faðma frá ánni. Þetta
er framan til í miðjum dalnum. Þetta er upphækkun, setn er
orðin að smáþýfi, enn þegar betr er aðgætt, sést hér glöggr vottr.
3*