Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Síða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Síða 36
36 vestrs; hún er 6 fet á lengd. Þetta er alt saman uppblásið, svo að þetfa er slétt við jörðu. Það er auðsjáanlegt, að þetta eru leifar af fornum haug, enda sáust þar fvrir nokkurum árum upp- blásin hrossbein, og með því að þetta er rétt fyrir ofan Hrólfs- staði, er líklegt, að þetta sé haugr Hrólfs, er þar bjó. Hrafnkelsstaðir standa nú góðan spotta inn frá fljótsbotnin- um, eða með öðrum orðum: fljótið nær nú eigi eins langt inn eins og á fyrri tfmum. Jökulsá og Keldá renna rétt með túninu, eftir að þær koma saman, svo að nú verðr ekki riðið þar fyrir neðan túnið, eins og á tíma Hrafnkels. A Hrafnkels- stöðum þótti mér fallegt, ekki stórkostlegt, enn skemmtilegt. Nafnið SJcálavað, á ánni, er tvnt, enn líklegt er að það hafi verið skamt fyrir innan Hrafnkclsstaði, þar yflr í nesið, er gengr fram í ána að norðan. Þetta or nær því á móti Bessastaða-á, sem fellr niðr norðan af Fljótsdalsheiði, í ákaflega djúpu gljúfragili, úr »Gilsár- vötnum«, sem kölluð eru, vestr á heiði. Sú á hefir áðr heitið »Gilsá«, því að í Annálum stendr, að Þorsteinn prestr Andrésson frá Hallormsstað drukknaði í Gilsá í Fljótsdal 1411. I litlum fögrum hvammi, útsunnanvert við ána, gagnvart Bersastöðum, litlu ofar en áin kemr fram úr gljúfrunum, er löng tóft, mjög niðrsokkin, 60—70 fet á lengd; breiddin verðr eigi á- kveðin, eða hvar dyr hafa veríð, enn víst mun þetta vera blót- hús Bersa. Frá Hrafnkelsstöðum fór eg alla hina sömu leið, sem Hrafn- kell, þegar hann elti Eyvind, og svo alt norðr á JöTculdal, og yfir Jökulsá á drætti, þar sem hún fellr í þröngum gljúfrum, og síðan upp allan HrafnJcelsdal. Fljótsdalsheiði, millum Fljótsdals og Jökuldals, er mjög löng, og er sögð um þingmannaleið milli bygða. Upp á heiðina er farið skamt fyrir innan Bersastaði. Nafnið Bersagötur er nú týnt, enn þær hljóta að hafa verið fyrir austan miðja heiði. Norðan til á heiðinni eru lág fjöll, sem enn í dag heita Eyvindarfjöll, og út frá fjöllunum gengr sem hali eða tagl, sem farið er yfir. Hér er ljóslega frá sagt í sögunni; þegar kemr á miðja heiði, verða fyrir öldur tvær, sem liggja út og inn eftir heiðinni, og lægð í milli. Þar hygg eg vera þá »svarðlausu mýri«, sem sagan talar um. Að visu mun þetta nú vera orðið nokkuð umbreytt; þó var svo blautt á þessum stað, að við urðum að fara af baki og teyma; sukku hestarnir mjög í. Eg skal geta þess, að heiði þessi er nú orðin mjög graslaus og hálf-ill yfirferðar, með þvi að enginn vegr er, þegar fara skal í Hrafnkelsdal. Þegar koraið er yfir þessa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.