Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 44
44 fornu bæjarhús, því að hér er bæði hæst og fallegast o. fl. Eg leit- aði um alt túnið og fann hvergi tóftir, sízt slíkar, sem hefðu getað verið bæjarhús. Þar sem nú báðar sögurnar segja, að þar séu nú sauðahús, sem líklegt er að séu orð söguritarans, heldr enn að það hafl fylgt hinni upprunalegu munnlegu frásögn, þá er um tvent að gera; annaðhvort hafa sauðahús þessi staðið hér einhversstaðar annarsstaðar, eða þá hitt, sem mér þykir öllu líklegra, að úr þessari stóru tóft, sem upprunalega mun hafa verið skáli, hafl verið gert sauðahús, þannig að þeir millumveggir, sem í tóftinni kunna að hafa verið, hafi verið teknir f burtu og síðan gert úr henni fjárhús, enn að minsta kosti hin efri útbygging, sem er hálf kringlótt fyrir endann, sé upprunaleg, enda sýndist mér hún mest útflött. Slíkar útbyggingar við hliðvegginn vóru við skál- ana, og hefi eg oft fundið það, enn alls ekki við fjárhús hér á landi, hvorki í fyrri tíð, né nú. I öllum þeim stóru forntóftum, sem eg hefi fundið á ýmsum stöðum hér á landi og bæjarhús hafa verið, hefi eg fundið merki til millumveggja, er sumstaðar hafa verið glöggvir; sumstaðar hafa verið þrjár afmarkanir1. Það er því óefað, að þetta afar-langa hús, sem maðr með rökum veit að hefir upprunalega verið skáli, hefir hlotið að vera með af- mörkunum einni eða fleirum. Nú er það eftirtektarvert, sem Dropls. segir: »en nú eru þar sauðatóftir«. Þetta sýnir að minsta kosti, að þegar sagan var fyrst færð í letr, þá vóru hér komn- ar tóftir, því hús og tóftir er sitthvað, og sýnir þetta aldr tóft- anna, því Dropl.s. hlýtr að vera rituð nokkuð snemma í fyrstunni; það sýna hinar nákvæmu viðburða og staða lýsingar, sem koma svo vel heim við rannsóknina. Vér getum því nokkuð farið nærri um aldr þessara tófta og þá í samanburði við aðrar fornar tóftir, sem maðr veit með vissu hve gamlar eru, og eru í líkum jarðvegi. Það er því áreiðanlegt, að hér eru fundnar leifar af þessum fornu bæjartóftum, þar sem einungis var eitt mjög stórt hús með útbyggingu, því að það er víst, að hér hafa engar aðrar tóítir verið á neinn hátt viðtengdar, því að eggsléttr halli er umhverfis allar tóftirnar alt heim, eða upp að veggjunum. Þórir bjó i Atlavík eftir Atla. Lengra er ekki frásagt, enn 1) Eg heíi ekki sýnt minumvegg í skálanum á Sæhóli, með því að eg var þá ekki viss um það, enn við síðari rannsókn heíi eg t'undið þar að minsta kosti eina afmörkun. Skálinn er um 99 fet á lengd, eins og eg hafði sagt í byrjuninni, því síðan heíi eg fundið undirstöðuna.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.