Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 57
57 Enn inni i Sunnudal er nú enginn skógr, þótt sagan tali um stóran skóg þar, þvi að þeir drógu hvert tré heim að Hofi (bls. 14). Tóftavellir. Sagan segir að Tóftavellir, þar sem Þorsteinn hvíti bjó, áðr hann kom að Hofl, hafl verið fyrir utan Síreksstaði. Fyrir utan þaun bæ, sem enn ber sama nafn, og stendr á nyrðri bakka Sunnudalsár, sjást enn glögg merki af fornum bæjartóftum á sléttum bletti niðri við Sunnudalsá, og grasbrekka fyrir ofan; þar eru nú beitarhús frá Hofi. Vellir þessir hafa verið miklu stærri áðr fyrri, þvi að Sunnudalsá mun þá hafa runnið nokkuru austar, enn kastað sér síðan að nyrðra landinu, og brýtr það nú áriega, enda benda hinar miklu grjóteyrar þar á, að svo muni hafa verið. Útundan innri beitarhúsunum var kringlótt tóft, mjög stór, og hafa veggirnir verið afarháir, því aðenn ber háttáveggja- rústunum. Þar í túninu eru og margir garðar fornlegir og niðr- sokknir. Hestarétt Broddhelgaf?). A Hofi er fallegt heimreiðar. Heim túnið, þegar að utan er komið, liggja traðir allbreiðar, og sýnast þær vera fornlegar. Á hægri hönd traðanna er afarstór ferhvrnd girðing, um 20 faðma á annan veg, enn 12 á hinn. Veggir þykkvir og fornlegir, enn túngarðr og traðir mynda tvær hliðar, og eru þar stórar dyr inn úr miðjum hliðveggnum. Menn hafa getið þess til, að þetta mundi forn hestarétt, og er það ekki ólíklegt, ella veit eg ekki hvað það skyldi hafa verið. Fyrir ofan bæinn, í framhaldi af geilinni sem áðr er nefnd, er kringlótt tóft allmikil, með veggjum miklum og vallgrónum. Stórar dyr eru á tóftinni, er snúa til suðrs; hún er um 9 faðma í þvermál. Ekki verðr séð til hvers þessi girðing hefir verið höfð. Enn tóftin er nú kölluð »Skollahringr«. Nokkuru vestar og ofar er önnur fornleg girðing, er sýnist helzt hafa verið ferskeytt, á likri stærð og hin kringlótta, og liggr hún fast við hinn gamla túngarð og miklar dyr suðr úr. Er þvi all-líklegt, að hún hafi einhverskonar rétt verið, t. d. nautarétt. Svartsfell. Smjörvatnsheiði heitir enn í dag, svo sem kunnugt er, milli 8

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.