Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 75
75 ar hlutinn miklu stærri; enn eigí er hún svo glögg, að hægt sé að mæla hana. Þar eð nú Sturla hafði »goða« nafn, heflr hann án efa reist hof á bæ sínum, og getr þetta verið tóft þess. I ann- an stað liggr beint við, að Sturla gerði bæ þar í landnámi föð- ur síns, sem torveldara var að nota heiman frá Kalmanstungu, enn opið fyrir nágrönnunum að vestan. Heflr þá landið »milli Fljóta« fylgt Sturlustöðum. Eftir lát föður síns heflr Sturla þó heldr viljað búa í Kalmanstungu, því eigi er þar jafnmikið vetr- arríki. Munu Sturlustaðir þá hafa lagzt í eyði, enn Fljótstunga svo verið bygð aftr i því landi, orðið með tímanum sjálfstætt býli, enn fengið þó eigi alt land vestan Norðlingafljóts. Má vera, að hjáleiga hafi verið ger á Sturlustöðum fornu, til þess að halda landinu norðr þar undir Kalmanstungu; og enn á Kalmanstunga þar landið. Nafnið Sturlustaðir hefir líklega verið gleymt áðr; enn nafnið Halldórstóftir mun komið af því, að sá er bygði hafl heitið Halldór og bygt á gömlum tóftum. 2. Brenna. Svo segir í Landn. (s.st.): »Kýlau hét bróðir Kalmans; hann bjó fyrir neðan Kollshamar; hans son var Kári . . . brendi Þjóð- ólfr Kára inni, þar sem nú heitir á Brennu«. Brenna heitir enn eyðihjáleiga frá Kalmanstungu, sunnan undir felli því, er mynd- ar Kalmans-tunguna. Þar upp yflr á kolli fellsins sunnanmegin er hamraborg, sem nú heitir Nónborg, er það án efa sama sem Kollshamar. Þar er fögr skógarhlíð sunnan i öllu fellinu, og hefir Brenna staðið þar í gilhvammi nokkurum á grænni flöt, sem auðsjáanlega er uppgróin skriða, er hækkar smámsaman af á- rensli. Þar sér fyrir rúst, enn næstum er hún horfln; nokkuð glöggvar sér þar á einum stað fyrir túngarði. Hvítá rennr fyr- ir neðan. 3. Tungan litla. Svo segir enn (s.st.): »Hans (Sturlu) son var Bjarni, er deildi við Hrólf hinn yngra og sonu hans um Tunguna litlu; þá hét Bjarni at taka kristni; eftir þat braut Hvítá út farveg þann, er nú fellr hún . . . Bjarni tók skirn ok bjó at Bjarnastöðum í Tung- unni litlu, ok lét þar gera kirkjiu. »Tungan litla« heflr verið neðsti oddi Greitlandsins, milli Hvítár og Geitár, áðr þær koma saman. Hefír Hvítá skilið hana frá Kalmans-tungunni, sem upp- gróinn farvegr sýnir. Enn síðar heflr hún brotizt þvert yflr í Gcitá pokkuru ofar, og þar rennr hún enn, svo Tungan litla er nú áföst 10*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.