Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Page 76
76 tið Kalmans-tunguna. Tungan litla er hraunland, mest alt skógi vaxið, enn þó blásið austantil. Þar sjást grjótrústir eigi alllitlar; þó sést eigi tóftaskipun með vissu, enda hefir sauðahús verið bygt á seinni tímum ofan á þá, sem liklegust er til að hafa ver- ið bæjarrústin. Mannabein höfðu blásið þar upp; man gamalt fólk eftir leifum af þeim; enn nú eru þa>r horfnar. — Olafr búfr. í Kalmanstungu sýndi mér þessa staði i júlí 1891. 4. Geitland. Svo segir Landnáma (I. p., 21. k.): »Ulfr son Grims hins há- leyska nam land milli Hvítár og suðrjökla ok bjó í GeitlandO. Nú á tímum er engin bygð í Geitlandi; enn bæjarústir sjást þar fyrir víst á tveim stöðum. Eigi er hægt að lýsa þeim, því bæði eru þær óglöggvar, ogsvoer fjalldrapi vaxinnyflrþær. Vestri rústin er skamt fyrir austan Geitá, — sem rennr sunnanmegin Geitlands- ins. Sá bær er nefndr Hamarendar; er þar hamragarðr við bæj- arlækinn. Rústirnar eru undir brattri brekku, allfagri; sjást fremr óglögg deili á þeitn, nema einni tóft, sem er sérstök og mjög auðkend. Hún hefir dyr á norðvestrenda, enn afhús við suðaustrendann. Það gæti verið hoftóft; enn þá ætti hún að vera elzta tóftin, og er merkilegt, að hún skuli þá vera glöggust. Það gæti líka verið stekkjartóft; hefði t. a. m. þessi bærinn lagzt í eyði fyr enn hinn, er eigi ólíklegt, að hér hefði síðan verið hafðr stekkr frá þeim bænum er eftir var. Lögun tóftarinnar bendir lika fremr til þess; enn stór má sá stekkr þó hafa verið. Eystri rústin er þar skamt frá. Þar heitir nú «Kot«. Þar eru þó stærri og glöggvari tóftir, og mun á sínum tlma hafa verið stórbýli. Þar mótar fyrir kirkjugarði og kirkju. Mun þetta hafa verið höfuð- bólið Geitland, enn fengið nafnið »Kot« af þvi, að siðast mun bygð þar hafa verið orðin fátækleg. Þykir líklegast, að bygðin í Geitlandi hafi lagzt niðr fyrir þá skuld, að Geitá hefir smátt og smátt eyðilagt engjarnar,, sem munu hafa verið á sléttunum fyrir neðan bæina; enn þar er nú alt þakið möl eftir ána. Enn líka kenna munnmæli því um, að horfið hafi vatnsbólið í «Koti«. Á það að hafa verið hver, sem hafi fiutt sig og komið upp þar, sem nú er hverinn Skrifla hjá Reykholti. Sjá má, hvar vatns- bólið hefir verið i «Koti«. Það er lítil lind uppi í túnbrekku, og hefir verið hlaðin innan. Litið er vatn i henni, enn virðist hafa verið meira áðr. Eigi er hún sárköld, og steinar eru í henni með hvitri skán. Þó er eigi útlit fyrir, að þar hafi verið hver.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.