Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Síða 80
80
nál. 5 þuml. á einn veginn, enn nærfelt 31/4 þuml. á hina tvo.
Hin holan er kringlótt, nál. 1 þuml. í þvermál, enn um 30 þml.
á dýpt, og liggr nokkuð skáhalt niðr. Til hvers þær hafa átt að
vera, er vant að segja.
í Árb. 1884—85, í neðanmálsgrein á bls. 123—124, getr Sig-
urðr Vigfússon um Sigguhól, þar sera munnmæli segja, að Sigríðr
Þórarinsdóttir sé dysjuð. Getr S. V. þess, að hann gróíi liólinn,
og að það reyndist gamall öskuhaugr. Þorsteinn segist hafa ver-
ið að greftinum með S. V. Segir hann það satt vera, að hóllinn
reyndist öskuhaugr; enn í þeim haug, nokkuð neðarlega, hafi
þeir þó fundið örþunt moldarlag, svart, svo langt og breitt sem
svara mundi meðalstórum kvenmannslikama, og þar í beinaleif-
ar á tveim stöðum, sem þó molnuðu, er við var komið. Um
þetta segir Þorsteinn, að Sigurðr hafl sagt á þá leið, að vel gæti
það verið leifar af líki; enn óhugsandi og ósamboðið fornmönn-
um, að slík höfðingskona, sem Sigríðr var, hafi verið dysjuð í ösku-
haugi, og því mundi haun eigi geta um þetta á prenti. Það hefir
hann heldr ekki gert. Þorsteinn sagðist þó ekki geta verið S.
V. samdóma um, að það hefði verið fornmönnum ósamboðið, að
dysja Sigríði í öskuhaugi, því auk þess sem sjá mætti, að hún
hefði eigi verið elskuð né virt af Illuga, er vildi selja hana, og
því síðr af Starra, er hún sjálf var fráhverf, og þeir því naum-
ast skoðað hana sem höfðingskonu, þá væri þetta ekki vottr um
annað, enn að fornmenn hafi fyrirlitið sjálfsmorðingja. Þætti sér
því engin ástæða til að dylja hið sanna um gröftinn, hvað sem
menn kynni að segja um munnmælin.