Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 17
19 í bók þeirri um »TyrJcjardnið á Islandi 1627«, sem Sögufélagið gaf út 1906—1909. 5. Vestmannaeyja sysla í bók dr. Kr. Kdlunds um Island, þeirri er áður var nefnd; er lýsing á Vestmannaeyjum á bls. 278—85 í I. b. Þá er að geta 6. lýsingarinnar, sem er Rannsókn í Vestmanna- eyjum sumarið 1906. Eftir Brynjúlf Jónsson (frá Minna-Nupi). Er sú ritgerð í Arb. Fornleifafél. 1907. bls. 3—15. í ferðubók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar1) er § 832 um Vestmannaeyjar. — í Lýsingu íslands eftir Þorvald Thoroddsen, Khöfn 1907—11 er á bls. 119-—122 í I. b.a) kafli um Vestmannaeyjar. Landmælingadeild herforingjaráðsins danska gerði uppdrátt af Vestmannaeyjum 1903 og var hann geflnn út í Khöfn 1905;mælikv. 1 : 50000, og hluti af Heimaey 1 : 20000. 2. Vestmenn. Svo sem áður var sagt eru Vestmannaeýjar, þ. e. Heimaey, einn meðal merkustu sögustaða íslenzkra, og það vegna margra sögulegra atburða er þar hafa orðið, og flestir eru sorglegir, manndráp og bar- dagar, hernaður og ránsskapur fyr á öldum. Skal hér farið stutt- lega yfir flest af þessu, að svo miklu leyti sem mér er kunnugt. Vestmannaeyja er, sem vænta má, alloft getið sem viðkomustað- ar skipa, er fóru til útlanda eða komu þaðan; þær eru í þeirri þjóð- braut; en ekki er til neins að tína til alla þá staði, þar sem þær eru nefndar í því sambandi. Sömul. eru þær oft nefndar í sam- bandi við verzlun útlendinga hér við land, einkum þar, og skal vikið nokkuð að þvi síðar. Þær eru og hafa frá öndverðu verið eitt hið mesta fiskiver íslenzkt, og er oft getið fiskiveiða þar og skreiðarferða þangað ; við hvorttveggja hafa orðið skipskaðar oft- lega, og er getið sumra á fyrri öldum. Með hinum fyrsta atburði og hinum síðasta, er hér verður bent á, er ýmislegt svipað, þótt langt sé á milli og ekkert orsakasam- band á milli viðburðanna. Fyrsti viðburðurinn í sögu eyjanna, sem kunnur er, gerist í upphafi landnáms, og hinn fyrsti landnámsmað- ur er aðalmaðurinn: lngólfr Arnarson. Sturla lögmaður Þórðarson segir í Landnámabók sinni kap. 6—8* * 8) glögt frá þessum viðburði og aðdraganda hans öllum. Ingólfr og Leifr, kallaður Hjör-Leifr, eru norrænir víkingar; Leifr tekur hönd- um tíu menn á írlandi og gerir þá að þrælum sínum. Hann og *) Eggert Olafson og Biami Povelsen, Reise igennem Jsland I-II, Sorooe 1772. s) Sbr. ennfr. II. b. 141—142 (nm Helgafeli), o. fl. i þeirri bók, sjá registur. 8) Landnámabók I-IH, Khavn 1900, bls 131-133.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.