Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 24
26
sókn sína þá og síðan rannsakað lindina aftur inst með því að taka
þar hellur ofan af, og gefið mér að nýju lýsingu á lindinni eftir
síðari rannsóknina.
Göng þau, sem hlaðin eru frá lindinni, virðast öll nær jafnvíð,
eins og þau eru fremst. Þau virðast vera bein, og um 14 álnir að
lengd. Inst er hlaðinn sem ferhyrndur brunnur eða þró, 1 al. og 10
þuml. (89 cm.) að þverm., og að hæð, frá botni og upp undir þak
2 álnir og 9 þuml. (149 cm.), en vatnsdýptin var í brunninum 1 ljé
al. (78,5 cm.), er Gísli rannsakaði lindina í seinna skiftið. Vatnið
rennur í brunn þennan um mjóa rennu, sem er um 9 þuml. (23,5
cm) að þverm., og er ofantil við miðjan gaflvegginn. Lá renna
þessi í austur, eins og göngin, og náði lengra inn en hægt væri að
ná til botns með hendinni. Norðan og neðan við opið á þessari
rennu er smá-stallur. A honum fann Grísli við fyrri rannsóknina
ausu úr tré, í stærra meðallagi, fremur vel gerða, en nokkuru þykk-
ari en nú er venja til. Komst hann út með hana í tvennu lagi, en
er hún var lögð niður, datt hún öll sundur af fúa. Lundirnar sá-
ust glögt í viðnum, og virtist ausan gerð úr rauðri rekaviðarkylfu.
Litur út fyrir eftir þessu að menn hafi fyrrum haft brunn þenn-
an opinn, að minsta kosti stundum, og tekið vatnið úr honum sjálf-
um með ausu þeirri er þar lá.
Munnmælin um að bær Herjólfs hafi orðið undir skriðunni hjá
Fjósakletti eru líklega mjög gömul, en er Styrmir príor Kárason
hinn fróði ritaði Landnámabók sína á fyrri hluta 13. aldar hefir
sagan sú ekki verið til, þvi að eins og áður var tekið fram, mun
Haukr lögm. hafa haft það úr bók Styrmis, að þar væri þá hraun
brunnit. Stórar skriður hafa sumstaðar verið kallaðar »hraun« og
orðið »hraun« er haft um grjóturðir úr óbrunnu grjóti, en sögnin í
Lnb. tekur það fram að þar sem bær Herjólfs hafi staðið sé hraun
brunnit. Verður þeim orðum ekki komið heim við sögnina um
skriðuna nema með þeirri tilgátu að í Lnb. hafi átt að standa t. d.
»hraun runnit«. En sú tilgáta og sögnin um að bærinn hafi orðið
undir skriðunni er óþörf og óeðlileg, -því að brunnið hraun hefir
sýnilega gjört óbyggilegt i Herjólfsdal. Brynjúlfur frá Minna-Kúpi
álítur (Árb. ’07 bls. 6) að hraunið frá Helgafells-gígnum hafi runnið
svo löngu fyrir landnámstíð, að það hafi þá verið uppgróið. Heldur
hann að Styrmir eða heimildarmaður hans eða Hauks hafi talað af
sér, en þjóðsögnin um bæinn undir skriðunni sé góð og gild. En
hvað segja jarðfræðingarnir um hraunið úr Helgafelli? Jónas Hall-
grimsson rannsakaði Vestmannaeyjar, eins og áður var tekið fram,
í júnimánuði (3.—10.) 1837, og athugaði (3. júní) sérlega vel Helga-