Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 36
38 norðan«. Eptir þessu hlýtur norðanmegin vogsins, framundan Löngu, sem svo nefnist — en það er hamar einn í sunnanverðum Heima- kletti — að hafa verið undirlendi nokkuð, er kirkja gæti staðið á, og það undirlendi verið kallað Hörgaeyri, en nú er sú eyri ekki framar til, nema ef hún hefði breytt nafni, og væri hið sama sem nú er kallað Klemenseyri, suðurundan miðjum Heimakletti; en það er ætlun manna, að Klemenseyri sé til orðin af hruni úr Heima- kletti, og er þvi ólíklegt, að hún sé hið sama og það er áður hefur heitið Hörgaeyri. En undir Löngu, sem er nokkuð vestar en áður- nefnd Klemenseyri, hefur vart orðið mannabeina, er benda til að í fyrndinni hafl þar verið legstaður dauðra manna, og hafi þar því staðið kirkjan á Hörgaeyri I hamri þar fyrir ofan eru enn þann dag í dag skútar nokkrir nefndir »Skrúðabirgi«, er bendir til þess, að þar hafi geymdur verið messuskrúði. Það virðist því óefað, að fyrrmeir hafi höfnin eða vogurinn hvorki verið eins breiður frá norðri til suðurs, né náð eins langt vestur og nú á dögum. Áður var skipalega fyrir utan Klemenseyri og í landsuður frá henni, og er þar sem skipsfestar voru festar við, svo nefnt Hringsker, með járn- hring i, festum með blýi; nú er skipalegan vesturundan Klemens- eyri, þar suður undan, sem áður mun hafa verið Hörgaeyri«. Hvernig standi á örnefninu Skrúðabyrgi eða hve gamalt það er, verður nú ekki sagt með vissu Af nafninu einu kunna þau munn- mæli að vera tilorðin, að skrúði kirkju þeirrar er var fyrir norðan voginn hafi verið geymdur í því; þeir Brynjólfarnir og Sigurður geta þessara munnmæla, og sömuleiðis segir síra Jón: »Grjótbyrgi eru þar uppí hömrunum, kölluð Skrúðabyrgi, hvar skrúðinn skyldi hafa verið geymdur, meðann Kyrkjan var undir Laúngu«. En það er heldur ekki allsendis ómögulegt að örnefnið sé leitt af þvi, að skrúði kirkjunnar hafi verið geymdur þar undir vissum kringum- stæðum, í eitt eða fá skifti eins og Sigurður bendir til; einkum kann það að hafa átt sér stað, ef engin bygð var fyrir norðan vog- inn, eða hús þar, sem varðveita mætti skrúðann í, á meðan á kirkju- byggingu stóð. Það virðist svo sem mannabein þau, er aftur og aftur hafa fundist undir Litlu-Löngu á hinum umgetna stað, taki af allan vafa um hvar kirkjan fyrir norðan voginn hefir staðið. Nú síðastliðið ár hafa fundist þar beinagrindur, er mér sagt. Virðist hér hafa ver- ið kirkjugarður og kirkjan þá staðið í honum svo sem venja var til. Þessi grafreitur kirkjunnar þarna er þáfrá 11. og 12. öld, ef til vill frá fyrri hluta hinnar 13., en ekki yngri, því að af máldaga Kirkju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.