Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 74
76 sín og leitaði við að rísa upp. Þá tók Marteinn í hönd honum, setti hann á fætur og leiddi hann lifandi út úr húsinu i augliti al- þýðu. Þessi atburður á samkvæmt sögunni að hafa gerst áður en Mar- teinn varð biskup. Þess vegna og hins, að alt er hér sýnt öðru- visi á efri myndinni, en segir í sögunni, virðist myndin ekki eiga að sýna þennan atburð. En í Marteins sögu(m) eru ekki fleiri frá- sagnir um endurlífgun hengdra manna. Aftur á móti skýrir Gregoríus biskup í jarteiknabókum hins heilaga Marteins frá 3 jarteiknum, sem urðu við hengda, fyrir kraft Marteins biskups eftir dauða hans. Fyrsta frásögnin er í 21. kap. I. bókar, en hinar í 53. kap. III. bókar. Ekki virðast myndir þess- ar þó geta komið allskostar vel heim við neina af frásögnum þess- um. Helztvirðist 1. frásögnin geta komið hér til greina, en alls ekki hin önnur og tæplega hin þriðja. Fyrsta frásögnin1) er um mann, er hengdur var fyrir þjófnað. Áður hann var festur upp gjörði hann bæn sína til Marteins biskups. Að loknu verki sínu hurfu þeir á braut, er hengdu hann, en jafnskjótt urðu leystar hendur hans og fætur. Hann hélt lífi í snörunni og hét óaflátanlega á Martein bisk- up. Er hann hafði hangið svo í 2 daga, fekk guðhrædd kona ein vitrun um að hún skyldi frelsa hann. Er hún kom til, fann hún hann með lífi, og með hjálp blessaðs Marteins kom hún honum úr gálganum og leiddi heilan til kirkju. Undruðust allir, er sáu hann þar lifandi og spurðu hann hversu hann hefði frelsast, en hann kvað blessaðan Martein hafa leyst sig frá bráðum bana og leitt sig þangað. Þriðja frásögnin er lík þessari að sumu leyti, en þar er það á- bóti einn er frelsar manninn úr snörunni og þakkar sá, er hengdur var, Marteini það, að hann fekk lífi haldið; en kona kemur þar ekki til sögunnar. Á báðum myndunum eru auka-persónur, sem ekki er getið um í fyrstu frásögninni, og virðast þær þó alls ekki gera það fráleitt að myndirnar eigi að sýna það, er fyrsta sögnin segir frá. 3. Þess var getið hér áður, að enn væru til í Noregi um 30 slikar altaristöflur (antemensalia), sem þessi. í bók dr. Harry Fett, Norges kirker i middelalderen, eru myndir af nokkurum þeirra og þar á meðal tveim frá Nesi í Sogni, og er önnur þeirra (sjá 309. mynd) Mariu-tafla, en svo nauðalík þessari töfiu frá Möðruvöllum að öllu fyrirkomulagi á myndunum, umgjörðinni og böndunum, er að- Patrologiæ Latinæ tom. LXII., pag. 930. (De alio appenso).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.