Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 9
11 »Herjólfsdalur er fyrir innan kauptúnið — innan sundið, »Leið- ina«: Ægisdyr«. Hefðu Ægisdyr — »Leiðin« — verið lokaðar með fjallhurð (Bjarnarey), mundi öðruvísi hafa verið sagt frá. Þá hefði verið um fáa og vonda lendingarstaði að tala. Vikin hjá Stórhöfða hefði þá verið líklegastur aðgangur að eyjunum. Þá mundi hafa verið sagt að eins: Herjólfur bygði í Herjólfsdal, án þess að miða við nokkuð nafngreint, ákveðið. 4. Bœr Orvns »við Hamar niðri*. Hvar Ormur Herjólfson hafi búið vita menn ekki. Bæjarstæði hans er gleymt fyrir löngu. Só farið eftir sögunni: »við Hamar niðri, þar er nú blásið alt«, er að eins um 3 staði að velja, en við alla er eitthvað athugavert. Fyrst er líklegasti staðurinn nálægt »Nausthamri«, helzt þar sem Garðs verzlunarhúsin eru, 40—80 faðma frá honum. Bærinn gat kallast við Hamar niðri, miðað við Herjólfs- dal, »fyrir ofan leiti«, og fl., enda í frásögninni í öðrum héruðum landsins. Hamar þessi er kendur við naustin, sem hafa verið bygð vestur og upp frá honum í fornöld, jafnvel meðan eyjarnar voru að eins fiskiver. Vestan við Nausthamar heflr alla tíð verið bezta lendingin, í hlé við hamarinn, sem heflr verið 30—40 faðmar á lengd og 1—2 faðmar á hæð. Um stórstraumsfjöru er nærri þurt kringum hann. Landmegin og sjómegin heflr allmikið verið brotið af honum og hann styttur. Dálítill grasblettur var á honum til nálægs tíma. Austur og suður af Nausthamri hefir verið mjög fagurt bæjarstæði, en svo mikið er víst, að þar hefir aldrei verið »blásið<. Jarðvegurinn hefir verið þar ósendinn, sandur hvergi nærri, og skýlt í öllum áttum. Annar staðurinn gat verið »norðan við voginn«, en sunnan undir »Eiðinu«, sem var og er enn í dag, þar sem þrælar Hjörleifs settust að fyrst, en þá er líklegast að bærinn hafi verið vestan undir Neðri-Kleifum. Kleifnabergið, 25—30 faðma hátt standberg, gat að réttu kallast Hamar með eignarnafni, því það er og hefir verið hamar. En þar hefir verið »blásið«, jarðvegurinn fokinn, og skolaður burt af sjó. Frá ómunatíð hefir þar verið sandur og sjór. Þeir Gissur og Hjalti lögðu að »Hörgeyri« með kirkjuviðinn frá Olafi konungi Tryggvasyni, en þeir hafa hlotið að leggja sunnan að henni, en alls ekki austan að, því þar eru grynningar, þönglar og má segja sífelt brim. Sunnan og vestan við eyrina er hið gagnstæða. Kirkjan á að hafa verið bygð »fyrir norðan voginn«, en engum hefði dottið í hug að setja hana þar, hefðu staðhættir verið líkir því sem verið hefir næstliðnar 3—4 aldar. Sennilegt er að Hörgeyri hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.