Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 63
65 I íslenzkum kirkjum munu ölturun fyrrum hafa yerið ýmist úr steini eða tré; þó minnist eg ekki að getið sé um steinaltari í ann- ari kirkju en dómkirkjunni á Hólum, það er segir í Laurentius sögu biskups að Auðunn biskuprauði Þorbergsson hafl látið gjöra.1) Fyrir- rennari hans, Jörundur biskup Þorsteinsson, hafði látið upp smíða kirkjuna á Hólum.2 *) Auðunn var norskur. »Hann hafði út með sér grjótsmiðu, ok suðr frá staðnum í Raftahlíð fann hann rautt berg, þat lét hann upp brjóta ok heim færa, ok telgja; lét hann gjöra (stein)ofn í timbrstofuna, sem gjört er í Noregi, ok bera út reykinn þó at hann sæti sjálfr inni. Hann lét ok gera háaltarit með grjót, ok þar holt innan, ok fyrir járnhurð, svo at þar má í geyma dýrgripi staðarins, svo at ekki sakaði fyrir eldi ok öðrum hlutum«. Þessi timburstofa og þetta steinaltari, sem Auðunn biskup lét gjöra í byrjun 14. aldar hvorttveggja, var enn til 400 árum síð- ar, eftir sögn Arna prófessors Magnússonar, sem skoðaði hvorttveggja og lýsti því nokkuð um 1720.8) í frásögn síra Þorsteins Pétursson- ar prófasts á Staðarbakka (d. 1785), um byggingu kirkjunnar á Hól- um,4 5) er timburstofunnar getið um 1757B); var hún notuð fyrir kirkju á meðan verið var að byggja steinkirkjuna, og flutt í hana »altarið og prédikunarstóllinn, þegar kirkjan sjálf var rofin«. Altarið í gömlu kirkjunni, sem rofin var, hefir sjálfsagt verið steinaltari það, er Arni lýsir, og er óliklegt að það hafi verið flutt inn í timburstof- una. Síra Þorsteinn segir að altarið í nýju kirkjunni sé af »rauð- um steini«, en ekki getur hann um hvort það sé gamla altarið eða annað nýtt. Það altari er vitanlega óbreytt í Hólakirkju ennþá, en er áfast við gaflhlaðið og verður ekki vitað hvort nokkuð hvolf er innan í því eða ekki. I rauninni er ekki ólíklegt að hið forna stein- altari hafi verið látið standa óhreyft eða bygt upp aftur í nýju kirkjunni. Opið var aftan á því og járnhurðin, en bakhliðin á þessu, sem nú er í kirkjunni, sést ekki, þareð það er fast við gaflmúrinn, svo sem tekið var fram áður. Tréölturu þau sem til eru hér á landi nú, eru flest frá 18. og 19. öld; að eins fáein eru til eldri, en engin þó frá því fyrir siða- skiftin svo kunnugt sé. Flest gömul ölturu eru nær óskreytt sjálf, en voru prýdd með ýmiskonar búnaði, er settur var upp yfir þau (bríkur, töflur o. fl.) ofan á þau (dúkar) og framan á þau (brikur, töflur og klæði). Á ‘) Bisk.s. L, bls. 830. *) S.st., bls. 825. *) ísl. fornbrs. III, bls. 607-09. *) Æfis. Jóns Þork. I, bls. 204. 5) Timburstofan á Hólum var loks rifin 1826. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.