Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 63
65 I íslenzkum kirkjum munu ölturun fyrrum hafa yerið ýmist úr steini eða tré; þó minnist eg ekki að getið sé um steinaltari í ann- ari kirkju en dómkirkjunni á Hólum, það er segir í Laurentius sögu biskups að Auðunn biskuprauði Þorbergsson hafl látið gjöra.1) Fyrir- rennari hans, Jörundur biskup Þorsteinsson, hafði látið upp smíða kirkjuna á Hólum.2 *) Auðunn var norskur. »Hann hafði út með sér grjótsmiðu, ok suðr frá staðnum í Raftahlíð fann hann rautt berg, þat lét hann upp brjóta ok heim færa, ok telgja; lét hann gjöra (stein)ofn í timbrstofuna, sem gjört er í Noregi, ok bera út reykinn þó at hann sæti sjálfr inni. Hann lét ok gera háaltarit með grjót, ok þar holt innan, ok fyrir járnhurð, svo at þar má í geyma dýrgripi staðarins, svo at ekki sakaði fyrir eldi ok öðrum hlutum«. Þessi timburstofa og þetta steinaltari, sem Auðunn biskup lét gjöra í byrjun 14. aldar hvorttveggja, var enn til 400 árum síð- ar, eftir sögn Arna prófessors Magnússonar, sem skoðaði hvorttveggja og lýsti því nokkuð um 1720.8) í frásögn síra Þorsteins Pétursson- ar prófasts á Staðarbakka (d. 1785), um byggingu kirkjunnar á Hól- um,4 5) er timburstofunnar getið um 1757B); var hún notuð fyrir kirkju á meðan verið var að byggja steinkirkjuna, og flutt í hana »altarið og prédikunarstóllinn, þegar kirkjan sjálf var rofin«. Altarið í gömlu kirkjunni, sem rofin var, hefir sjálfsagt verið steinaltari það, er Arni lýsir, og er óliklegt að það hafi verið flutt inn í timburstof- una. Síra Þorsteinn segir að altarið í nýju kirkjunni sé af »rauð- um steini«, en ekki getur hann um hvort það sé gamla altarið eða annað nýtt. Það altari er vitanlega óbreytt í Hólakirkju ennþá, en er áfast við gaflhlaðið og verður ekki vitað hvort nokkuð hvolf er innan í því eða ekki. I rauninni er ekki ólíklegt að hið forna stein- altari hafi verið látið standa óhreyft eða bygt upp aftur í nýju kirkjunni. Opið var aftan á því og járnhurðin, en bakhliðin á þessu, sem nú er í kirkjunni, sést ekki, þareð það er fast við gaflmúrinn, svo sem tekið var fram áður. Tréölturu þau sem til eru hér á landi nú, eru flest frá 18. og 19. öld; að eins fáein eru til eldri, en engin þó frá því fyrir siða- skiftin svo kunnugt sé. Flest gömul ölturu eru nær óskreytt sjálf, en voru prýdd með ýmiskonar búnaði, er settur var upp yfir þau (bríkur, töflur o. fl.) ofan á þau (dúkar) og framan á þau (brikur, töflur og klæði). Á ‘) Bisk.s. L, bls. 830. *) S.st., bls. 825. *) ísl. fornbrs. III, bls. 607-09. *) Æfis. Jóns Þork. I, bls. 204. 5) Timburstofan á Hólum var loks rifin 1826. 9

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.