Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 28
30 harla ónákvæm. — í þessu sambandi er það og aðgætandi, að þótt svæðið umhverfls voginn og Herjólfsdalur liggi ámóta hátt frá sjó, þá er svæðið alt þar á milli miklu hærra. En þótt óeðlilegt virðist að Leiðin sé sama og Ægisdyr, og eðli- legast að þær hafi verið vestan til á eynni eða við hana rétt fyrir utan dalinn, þá er ekki þar með sjálfsagt að þær hafi verið hin nú- kallaða Kaplagjót(a). Þykir mér einna líklegast að Ægisdyr sé ekki lengur til, heldur löngu horfnar, og það örnefni þá eðlilega líka. Ætla eg að hamrar nokkrir eða drangar þar rétt fyrir utan, sem myndað hafi einskonar dyr, hafi heitið svo í fornöld, en sjórinn hafi brotið þá niður, því hér eru sífeld brim og víst oft ærið stórfeld, en berg- ið ekki mjög fast né hart, mest móberg. — Nafnið Ægisdyr mun hafa til orðið hér af því að mönnum hefir þótt það, er þeir kölluðu svo, líkjast dyrum, sbr. Dyrhólaey (í fornöld Dyrhólmi). ¥ú verður þarna við eyna ekki séð neitt, er veki hugmynd um dyr, og ekki virðist mér Leiðin gera það heldur. — Kornhólshæðin og Heima- klettur, hinn síðari fjall, líklega 20—30 sinnum hærri en hin fyrri, sem er smáhóll, eru svo fráleitir því að vekja hugmynd um dyr, að hún getur ekki vaknað við að sjá þá, nema undir þeim kringum- stæðum, að verið sé að reyna að búa til skýringu á örnefni, sem kent er við dyr, og sem mönnum hefir komið til hugar að kynni, ef til vildi, að vera þar einhvers staðar. Aður en eg lýk máli minu um Herjólfsdal og örnefni það sem hann er miðaður við í Lnb., vil eg geta mannvirkis eins, sem þar er rétt utan- og sunnantil við dalinn, skamt suður frá bæjarleifum þeim, er áður var getið, litlu norðar og vestar en mynni hins svo nefnda Hundraðsmannahellis. Er þetta allmikil upphækkun eða haugur, sýnilega gerðar af mannahöndum i fyrstu, þareð í honum er aðflutt grjót, eins og í rústabungunum inni í dalnum. Haugur þessi er að nokkru úr mold og sandmöl, og gróinn grasi. Virðast mér allar líkur til að hann sé yfir mann, er hér hafi verið heygður í heiðni, og þá helzt Herjólf sjálfan. — Mun þetta vera dys (haug- ur) sú hin sama, er Sigurður hreppstjóri nefnir hér að framan, aðra í röðinni. > Þá eru Ormsstaðir, bær Orms Herjólfssonar, »við Hamar niðri, þar sem nú er blásit allt«. Þetta bæjarnafn er sennilega löngu gleymt, þareð bærinn hefir snemma á öldum farið í eyði, eins og Lnb. ber með sér. I 400 ára gömlu bæjatali á Vestmannaeyjum er hann ekki nefndur.1) Tveir »hamrar« eru nefndir á Heimaey: 0 ísl. Fornbrs. VIII. 152 (bls. 179—180).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.