Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 38
40 ólfur skrifar svo hér um sem hann gerir í sóknarlýsingu sinni. — Brynjúlfur frá Minna-Núpi segir blátt áfram (Arb. '07, bls. 4) að eyrin heiti Hörgaeyri og getur ekki um annað nafn á henni, og á uppdrætti landmælingadeildar herforingjaráðsins, sem er gerður 1903, er eyrin nefnd Hörgeyri. Nafnið Clemenseyri er vafalaust gamalt; þó hefir höfundi Kristni- sögu verið kunnugt, að eyrin héti Hörgaeyri, er hann á 13. öld rit- aði um komu Gissurar og Hjalta þangað; — því að eg tel það vafa- laust, að hvorttveggja nafnið sé nafn á sömu eyrinni. En áður en Clemenskirkja lagðist niður heflr eyrin verið búin að fá nafnið af henni og líklega löngu áður, þótt hið upprunalega nafn gleymdist eigi. — Höfundur Kristnisögu segir, að þar sem þeir Gissur og Hjalti reistu kirkjuna hafi áður verið »blót ok hörgar«, og í Olafs sögu konungs Tryggvasonar hinni miklu, 128. kap., er þessi sama sögn, dálitið orðum aukin, þannig: »Þar voro áðr hof heiðíngja ok blotskapr mikill; brutu þeir þat alt niðr«. Vel má það vera að þessi sögn um »blót ok hörga« á Hörgaeyri sé sönn, en hún Tcann að hafa myndast með sennilegri getgátu af nafninu, sem vel má vera af öðrum hörgum tilkomið en blóthörgum. — Að þeir Gissur og Hjalti hafl brotið niður »hof heiðingja« þar á eyrinni, er þeir dvöldust þar þessa tvo daga við að reisa laup kirkjunnar, eins og segir í sögu Olafs konungs, það er harla óliklegt; en hafi blóthörgar verið á Hörgaeyri þá er kirkjan var reist, hafa þeir sennilega samsumars verið eyðilagðir, eftir að kristnin hafði verið löglcidd og opinber blót aftekin með lögum. Hafi nú mönnum verið það minnisstætt eða hafi það verið álitið, að Hörgaeyri dragi nafn af blóthörgum, er þar hafi verið í heiðni og verið eyðilagðir, þá er eðlilegt að það hafi þótt mörgum eiga betur við, að kalla eyrina Clemens-eyri, er hinir heiðnu hörgarnir voru horfnir, og kristileg Clemens-kirkja komin þar í þeirra stað. Dýrlingur sá, er kirkja þessi hefir verið helguð, hinn heilagi Clemens, á að hafa verið hinn fyrsti páfi með því nafni og hinn fyrsti eða þriðji i röðinni á Péturs stóli postula í Rom að honum liðnum (Clemens Romanus); talinn dáinn árið 100 eða þar um bil. Clemensmessa er 23. nov. og máske hefir kirkja þessi og sú önnur Clemens-kirkja, er var á Hofi i Öræfum, verið vígðar þann dag og honum helgaðar. Fleiri kirkjur íslenzkar er mér ekki kunnugt um að honum hafi verið helgaðar, enda virðist hann ekki hafa verið mikið dýrkaður hér á landi, né í Noregi. Akkeri er einkunn hans af því að honum var drekkt og sökt með akkeri. Einkum dýrkuðu sjófarendur hann. Olafur konungur Tryggvason helgaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.