Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 68
70 svartir, þök rauð, og á miðhúsinu bláleit. Engin einkunn er hjá þessari biskupsmynd; hinar myndirnar eiga að sýna hver hann er. Neðri myndin vinstra megin sýnir mann er ríður steingráum og dröfnóttum hesti; er hann á rauðum kyrtli og svörtum leistabrókum nærskornum, með kápu yfir herðum sér, og eru grá skinn innan á kápunni. Yinstri hendi heldur hann í taumana, en í hægri hendi heldur hann miklu sverði og sníður með því neðan af kápu sinni, en nakinn maður, og þó í línhrókum stuttum, tekur við því er hann sniður af kápunni. Fyrir aftan sést rauður borgarmúr með opnu hliði. — Gjarðir á hestinum eru rauðar, beizli grænt með gullnum skjöldum við munnvik; reiðverið grænt. Broddsporar gullnir eru á fótum mannsins, og istöðin eru og gylt. Sverð er með silfurlit. Höfuð bert, en hár mikið. Þessi mynd er auðþekkileg. Hún sýnir þann atburð úr æfi hins heilaga Marteins biskups í Túronsborg (Tour á Frakklandi), er hann oft og einatt er táknaður með, er hann gaf hálfan möttul sinn klæð- lausum manni, sem hann mætti við borgarhlið einn vetrardag í frosti miklu; var það áður hann yrði biskup, þá er hann var í riddara- liði á unga aldri. — Miðmyndin á því auðvitað að tákna hinn heil- aga Martein, dýrling þann er kirkjan á Möðruvöllum og allmargar (9) kirkjur aðrar hér á landi voru helgaðar. Verður nú að skýra nokkuð frá æfi þessa merkilega dýrlings. 2. b. Hinn heilagi Marteinn biskup fæddist á Langbarðalandi árið 319, en var ættaður af Ungverjalandi, frá Sabaríu (nú Steina- manger). Faðir hans var riddarahöfðingi og setti son sinn 15 vetra í riddarasveit, nauðugan þó, því að sveinninn var hneigður fyrir trú og guðsþjónustu; lét primsignast er hann var 10 vetra og ætl- aði að gerast einsetumaður er hann var að eins 12 vetra. Þrjá vetar var Marteinn í riddaraliðinu áður hann var skírður, og á þeim árum á sá atburður að hafa orðið, er myndin sýnir. Tveim árum eftir að hann lét skíra sig, mun hann hafa losnað úr herþjónustunni. Fór hann þá til Hilaríusar biskups í Peituborg á Frakklandi; tók hann honum vel, vígðist Marteinn þar nokkrum hinum minni vígsl- um, en vildi eigi taka hinar meiri að svo stöddu. Þá var hann á það mintur í draumi að taka sig upp og boða frændum sínum trú. Lenti hann í miklum háska og þrautum í þeirri ferð; komst þó heill heim og fékk kristnað móður sína og marga aðra, en þó eigi föður sinn. Þá hófst Aríusar kenning og reis Marteinn upp á móti henni, en varð fyrir það að flýja land og fór til Langbarðalands. Ætlaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.