Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 75
77 greina mvndirnar, að ekki getur hjá því farið að önnurhvor sé gérð eftir hinni, eða báðar eftir sömu og jafnvel af sama manni. Allar líkur eru til að þær séu báðar gerðar í Noregi, sennilega á síðari hluta 14. aldar. En hvenær hefir þessi tafla komið til Möðruvalla? Til eru, og nú prentaðir í ísl. fornbr.s., 2 máldagar Möðruvalla- kirkju frá 14. öld, nefnilega máldagar Auðunnar biskups ramða Þor- bergssonar, frá 1318 (í II. b., bls. 449—50) og máldagi Péturs biskups Nikulássonar, frá 1394 (í III. b., bls. 516—17). Einnig eru og til tveir máldagar frá 15. öld, Jóns biskups Vilhjálmssonar, frá 1429 (í IV. b., bls. 378) og Olafs biskups Rögnvaldssonar, frá 1461 (og að sumu leyti er hann og frá því um 1500, í V. b., bls. 307—8); enn fremur skrá um gjafir Þorvarðar Loftssonar, frá 1446 (í IV. b., bls. 675). í fyrsta máldaganum (frá 1318) er tekið fram, að kirkjunni tilheyri Tabulæ .ij., en vart mun þessi tafla svo gömul að hún kunni að hafa verið önnur þessara tveggja. Aftan við þennan mál- daga er yngri viðbót svo hljóðandi: »Eyrikur bondi lagdi me[d lopti syne sijnum .ij. dukar glitader Biarnfell nýtt Brijkur .ij. mercki .ij. paxspialld«. Þessi Eiríkur er að líkindum Eiríkur ríki Magússon á Möðruvöllum, d 1381, sonur Magnúsar ríka (d. 1363) á Svalbarði við Eyjafjörð, Brandssonar bónda í Höfða, Eiríkssonar, Einarssonar Gruðmundssonar dýra (d. 1212) o. s. frv., sem rakið verður í beinan karllegg til Guðmundar ríka á Möðruvöllum (d. 1025) og áfram upp til Þórólfs smjörs og Gríms kambans, afa hans1). — Kona Eiríks var Ingiríður dóttir Lofts (d. 1355) Þórðarsonar riddara á Möðruvöllum (d. 1312) Hallssonar. Ein af börnum þeirra Eiríks og Ingiríðar var Sophia, er átti Gutt- ormur (d. 1381) Ormsson lögmanns, og var sonur þeirra Loftur ríki á Möðruvöllum (d. 1432). Hvaða ár þessi móðurbróðir hans og nafni, sem um er getið í máldaga viðaukanum, hafi andast, er allsendis óvíst, en vitanlega hefir hann dáið áður en faðir hans, því að svo er að skilja, að Eiríkur faðir hans hafi gefið kirkjunni nefnda gripi sem sálugjafir við dauða hans. Ekki mun Eirikur hafa farið að búa á Möðruvöllum fyr en tengdafaðir hans var andaður (1355) og gripirnir því tillagðir kirkjunni á tímabilinu 1355—81. Þar sem nú að nefndar eru meðal gripanna »Brijkur ij«, þykir mér það allsendis liklegt að þessi tafla eða brikj sem nú er fengin frá Möðruvöllum, sé önnur þessara tveggja bríka, er Eirikur tillagði Möðruvalla-kirkju meðal annara sálugjafa með Lofti syni sínum, sennilega á 3. fjórðungi *) Sjá ísl. ártiðaskr. VIII. töflu o. fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.