Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 60
62
13.—14. öld, en frá lokum 15. aldar eða byrjun 16. aldar eru til
máldagar beggja kirknanna, sem þá hafa verið á Vestmannaeyjum,
kirkjunnar í Kirkjubæ, sem er helguð »allzvalldanda gudi. jungfru
marie oc hinum heilaga nicholao«, og kirkju »sancti Andree fyrer
ofan leiti«, prentaðir í ísl. fornbrs., VII. b., bls. 41—43. Kirkjan
fyrir ofan leiti er þá ekki lengur Péturs-kirkja; einhverntíma er hún
hefir verið bygð að nýju hefir hún verið helguð Andrési postula
bróður hans, dýrlingi sjómanna; hún hefir þá og líkl. verið vígð á And-
résarmessu (30. nóv.), og sá dagur þá verið hennar kirkjudagur. —
Máldagarnir eru auðvitað fullkomnar skrár yfir allar eignir þessara
kirkna, kirkjugripi, búsáhöld, skepnur o. fi. — Um »land að Bílu-
stöðum«, sem kirkjan í Kirkjubæ er talin eiga bæði í þessum mál-
daga og hinum fyrri, hefir verið rætt hér áður (bls. 58). Clemens-
kirkju er ekki getið í þessum yngri máldögum og mun hún þá, eins
og áður er sagt, hafa verið fyrir löngu afiögð. — Prestaköllin voru
tvö ætíð eftir að kirkjumar voru orðnar 2, og hélzt það fyrirkomu-
lag fram á 19. öld, til 1837, enda þótt báðar sóknir og báðir prest-
ar notuðu eina og sömu kirkjuna frá því 1573, Landa-kirkju, er svo
var nefnd, af þvi að hún stóð á Löndum svo kölluðum, þar sem
nú heita Fornu-Lönd. Segir svo í samþykt þeirri er vestmanney
ingar gerðu um hinn svo nefnda kirkjufisk 1606, að Landa-kirkja
hafi verið sett 1573 þar sem hún stóð þá (1606)1). Síra Brynjólfur
segir þessu viðvíkjandi: »Fyrir fornum húsatóptum mótar og á
stöku stöðum, svo sem á »fornu Löndum«, þar er kirkjan eitt sinn
hefur staðið«2). Nafni hans frá Minna-Núpi segir að alt sé »sléttað
út i tún og kálgarða« svo að hvorki sjái þar tóft eftir bæ né kirkju
(Árb. ’07, bls 12). Þetta jarðrask var gert um 1887—90, að sögn
Gísla gullsmiðs Lárussonar, en áður það var gert mátti sjá votta
fyrir fornum kirkjugarði þar, kvað hann; Sigurður hreppstjóri vís-
aði mér á hvar kirkjugarðurinn mundi hafa verið. — Hann sýndi
mér og kirkjugarðinn á Kirkjubæ, hvar hann hafði verið; er þar
nú smiðja sem kirkjan stóð8); en fyrir kirkjugarðinum á Ofanleiti
gat eg séð allglögt enn. — Eru 5 kirkjugarðsstæði á Heimaey. —
Kirkja sú, er eyjamenn segja 1606 að sé enn þar er hún var bygð
') Tyrkjaránið, bla. XXV og 347.
*) Síra Jón Anstmann hefir fengið skakkar hugmyndir eða upplýsingar um
kirkjurnar, eftir sóknarlýsingu hans að dæma.
*) Legsteinarnir yfir sira Jóni Austmann, konu hans Þórdisi Magnúsdóttur og
Magnúsi syni þeirra, eru gerðir úr legsteinum, er áður voru i Kirkjubæjar-kirkju-
garði, en ekki steinninn yfir Jóni Salómonsen; — sögn Sigurðar hreppstjóra. Shr.
Árb. '07, hls. 13.