Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 67
69 næst undirhvítanum, en dreift virðist á hann gullslit (»gullfarga«) og síðan borin gljákvoða yfir. Úti við listana (umgjörðina) framan á töflunni eru málaðir grænir bekkir eða bönd, um 3 cm. breiðir, með svörtum strikum inst, og yflr þvera töfluna eru álíka breið bönd, bláleit, beggja vegna við aðalmyndina í miðið; eru og svört strik á þeim beggja vegna. Yíir þau bönd og hin fyrri er sem brugðið rauðleitum böndum, er liggja tvöföld og lárétt milli þeirra, og aðgreina myndirnar að ofan- og neðanverðu; líkum böndum er og brugðið um grænu bönd- in i hornunum og þar sem bláleitu böndin koma að þeim grænu Svört strik eru við báða jaðra þessara rauðleitu banda; öll eru böndin nær jafnbreið, um 3 cm. — Miðmyndin er 72 cm. að hæð og 32,5 cm. að breidd, en hver hinna er 33,5 cm. að hæð og 29,5 cm. að breidd. Áður en lýst verður sjálfum myndunum skal það tekið fram, að taflan er fremur lítið skemd; litirnir virðast ekki hafa breyzt mikið, vitanlega máðst og rispast, óhreinkast og flagnað nokkuð, rifur komið um samskeytin o. s. frv.; einkum er skemd við neðri sam- skeytin og hefir því miður verið klínt þar í á dálítilli rönd yfir töfl- una (eins og sést á meðf. mynd) líkum litum á síðari tímum til þess að »endurbæta« töfluna. Taflan virðist máluð á sama hátt og út- skoruar myndir og ýms málverk frá þessum öldum og líkt og lýst er i kafla þeim eða bréfl um líkneskjusmíð, sem er í handr. nr. 194 í 8 bl. br. í Árnasafni1); er það skrif eingöngu um hversu farið skyldi að mála líkneski og töflur. Á miðri töflunni er mynd af biskupi í biskupsskrúða; mítrið er hvítt með gyltum borðum; lagið á því er fornlegt. Andlitið skegg- laust og fremur unglegt; hár mikið og þó ekki sítt. Hægri hendi er upplyft til blessunar, fingrum haldið sem katólskum klerkum ber; gullbaugur á löngutöng. Vinstri hendi heldur hann á hvítri stöng með krossi gullnum á efri enda. Hvítir glófar á höndum. Hökull rauður og pallium (er erkibiskupar bera), hvítt með svörtum kross- um sem vera ber, yflr herðum og nær það niður fyrir hökulinn; kögur á endanum. Með sama lit og lagi er handlínið og stólan; sjást endar hennar neðanundan dalmatikunni, sem er græn með rauðu fóðri. Höfuðlínið og serkurinn vitanlega hvít og gullskreytt Skór rauðir. Biskupinn situr á bekk (stól), hvítum og gullnum. Súlur beggja vegna og oddbogar; yflr sjást hallir og turnar, er munu eiga að tákna hina himnesku Jórsali; eru veggir hvítir, gluggar ‘) Alfræði íslenzk, udg. ved Kr. Kalund, Köbenhavn 1908, bls. 89—91. Sbr. og ritg. eftir hr. D. Erdmann i Aarsberetning 1912, bls. 79 o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.