Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 50
52 Balthasar voru fangaðir, og Arni biskup kom ekki aftur úr sinni för. Officialis á Hólum var danskur maður, settur til þess af Hann- esi að prestum nær öllum þvernauðugum, en offlcialis í Skálholti gamall og blindur. Hin útlendu yflrráð orðin svo afskapleg, að lands- menn sáu sér ekki fært að kjósa sér biskup. Og hinn útlendi kon- ungur gat ekki séð umboðsmanni sínum né biskupum til landsins fyrir fari! Hannes kom ekki hingað aftur, en hirðstjórinn, Balthazar, varð að sættu sig við að taka sér fari með englendingum út hing- að árið eftir (1426) og árið þar eftir (1427) skrapp hingað einhver Jón Jónsson, er taldi sig vera Hólabiskup; hann kom auðvitað með enskum líka og reið með þeim til alþingis, vígði nokkra presta og djákna í Skálholti og fór svo samsumars utan aftur, án þess að vitja stóls síns, því að norðlendingar tóku honum ekki allblítt. — Næsta ár var biskupslaust, en 1429 kom Jón biskup Vilhjálmsson, og hreinsaði nú klaustrið á Helgafelli o. fl. Kom hann frá Eng- landi og virðist hafa verið enskur maður, tekið vígslu af páfanum, án vitundar og vilja erkibiskupsins í Noregi. Árið þar á eftir, 1430, fengu menn loks biskup til Skálholts, Jón karlinn Gereksson, sæll- ar minningar, eða hitt þó heldur; hann kom líka frá Englandi og heflr verið studdur til biskupsdómsins hér af englendingum, því að þetta var óbótamaður, sem Eiríkur konungur hafði gert að erki- biskupi í Uppsölum, en verið settur þar af fyrir glæpasakir fyrir mörgum árum síðan.— En hér er ekki rúm til að fara ýtarlega út í verzlunarsögu og biskupasögu vora á þessari öld. Aðeins skal bent á, að við friðarsamninginn í Kallundborg 1432, hétu sendiherr- ar Englands því fyrir hönd konungs, að refsað skyldi ránsmönnum öllum og föngum skilað aftur, og verzlunarbannið ítrekað. Eng- lendingar héldu þó áfram verzluninni, stundum með sérstöku leyfi. Þó voru forboð ítrekuð og 1449 verzlunarsamningur með því endur- nýjaður. Konungur bauð hirðstjóra sínum, Birni ríka Þorleifssyni, að standa á móti hinni ólöglegu verzlun englendinga, og varð það Birni að bana; drápu enskir hann 1467, sem kunnugt er. Kemur sagan ekki á þessum árum við Vestmannaeyjar, svo menn viti, fyr en um 1484. Það ár gefa þeir út, Guðni sýslum. Jónsson og þrír menn aðrir, merkilegan vitnisburð, er varpar skæru ljósi yfir verzl- unarviðskifti englendinga þá, og undir hve óhæfilegum kringumstæð- um fyrir þá og landsmenn þau áttu sér stað. Vitnisburður þessi er prentaður í ísl. fornbrs. VII. b., bls. 12—13; skal hér settur úr honum sá kaflinn, er snertir Vestmannaeyjar: »Þar epter kom skip af Lundun i Vestmanna Eyiar. kom þar þá fovite Pinings (þ. e. Dið- riks Pinings hirðstjóra) Bíörn Oddsson og tók af þeim seckia giölld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.