Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 9
11 »Herjólfsdalur er fyrir innan kauptúnið — innan sundið, »Leið- ina«: Ægisdyr«. Hefðu Ægisdyr — »Leiðin« — verið lokaðar með fjallhurð (Bjarnarey), mundi öðruvísi hafa verið sagt frá. Þá hefði verið um fáa og vonda lendingarstaði að tala. Vikin hjá Stórhöfða hefði þá verið líklegastur aðgangur að eyjunum. Þá mundi hafa verið sagt að eins: Herjólfur bygði í Herjólfsdal, án þess að miða við nokkuð nafngreint, ákveðið. 4. Bœr Orvns »við Hamar niðri*. Hvar Ormur Herjólfson hafi búið vita menn ekki. Bæjarstæði hans er gleymt fyrir löngu. Só farið eftir sögunni: »við Hamar niðri, þar er nú blásið alt«, er að eins um 3 staði að velja, en við alla er eitthvað athugavert. Fyrst er líklegasti staðurinn nálægt »Nausthamri«, helzt þar sem Garðs verzlunarhúsin eru, 40—80 faðma frá honum. Bærinn gat kallast við Hamar niðri, miðað við Herjólfs- dal, »fyrir ofan leiti«, og fl., enda í frásögninni í öðrum héruðum landsins. Hamar þessi er kendur við naustin, sem hafa verið bygð vestur og upp frá honum í fornöld, jafnvel meðan eyjarnar voru að eins fiskiver. Vestan við Nausthamar heflr alla tíð verið bezta lendingin, í hlé við hamarinn, sem heflr verið 30—40 faðmar á lengd og 1—2 faðmar á hæð. Um stórstraumsfjöru er nærri þurt kringum hann. Landmegin og sjómegin heflr allmikið verið brotið af honum og hann styttur. Dálítill grasblettur var á honum til nálægs tíma. Austur og suður af Nausthamri hefir verið mjög fagurt bæjarstæði, en svo mikið er víst, að þar hefir aldrei verið »blásið<. Jarðvegurinn hefir verið þar ósendinn, sandur hvergi nærri, og skýlt í öllum áttum. Annar staðurinn gat verið »norðan við voginn«, en sunnan undir »Eiðinu«, sem var og er enn í dag, þar sem þrælar Hjörleifs settust að fyrst, en þá er líklegast að bærinn hafi verið vestan undir Neðri-Kleifum. Kleifnabergið, 25—30 faðma hátt standberg, gat að réttu kallast Hamar með eignarnafni, því það er og hefir verið hamar. En þar hefir verið »blásið«, jarðvegurinn fokinn, og skolaður burt af sjó. Frá ómunatíð hefir þar verið sandur og sjór. Þeir Gissur og Hjalti lögðu að »Hörgeyri« með kirkjuviðinn frá Olafi konungi Tryggvasyni, en þeir hafa hlotið að leggja sunnan að henni, en alls ekki austan að, því þar eru grynningar, þönglar og má segja sífelt brim. Sunnan og vestan við eyrina er hið gagnstæða. Kirkjan á að hafa verið bygð »fyrir norðan voginn«, en engum hefði dottið í hug að setja hana þar, hefðu staðhættir verið líkir því sem verið hefir næstliðnar 3—4 aldar. Sennilegt er að Hörgeyri hafi

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.