Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 36
38 norðan«. Eptir þessu hlýtur norðanmegin vogsins, framundan Löngu, sem svo nefnist — en það er hamar einn í sunnanverðum Heima- kletti — að hafa verið undirlendi nokkuð, er kirkja gæti staðið á, og það undirlendi verið kallað Hörgaeyri, en nú er sú eyri ekki framar til, nema ef hún hefði breytt nafni, og væri hið sama sem nú er kallað Klemenseyri, suðurundan miðjum Heimakletti; en það er ætlun manna, að Klemenseyri sé til orðin af hruni úr Heima- kletti, og er þvi ólíklegt, að hún sé hið sama og það er áður hefur heitið Hörgaeyri. En undir Löngu, sem er nokkuð vestar en áður- nefnd Klemenseyri, hefur vart orðið mannabeina, er benda til að í fyrndinni hafl þar verið legstaður dauðra manna, og hafi þar því staðið kirkjan á Hörgaeyri I hamri þar fyrir ofan eru enn þann dag í dag skútar nokkrir nefndir »Skrúðabirgi«, er bendir til þess, að þar hafi geymdur verið messuskrúði. Það virðist því óefað, að fyrrmeir hafi höfnin eða vogurinn hvorki verið eins breiður frá norðri til suðurs, né náð eins langt vestur og nú á dögum. Áður var skipalega fyrir utan Klemenseyri og í landsuður frá henni, og er þar sem skipsfestar voru festar við, svo nefnt Hringsker, með járn- hring i, festum með blýi; nú er skipalegan vesturundan Klemens- eyri, þar suður undan, sem áður mun hafa verið Hörgaeyri«. Hvernig standi á örnefninu Skrúðabyrgi eða hve gamalt það er, verður nú ekki sagt með vissu Af nafninu einu kunna þau munn- mæli að vera tilorðin, að skrúði kirkju þeirrar er var fyrir norðan voginn hafi verið geymdur í því; þeir Brynjólfarnir og Sigurður geta þessara munnmæla, og sömuleiðis segir síra Jón: »Grjótbyrgi eru þar uppí hömrunum, kölluð Skrúðabyrgi, hvar skrúðinn skyldi hafa verið geymdur, meðann Kyrkjan var undir Laúngu«. En það er heldur ekki allsendis ómögulegt að örnefnið sé leitt af þvi, að skrúði kirkjunnar hafi verið geymdur þar undir vissum kringum- stæðum, í eitt eða fá skifti eins og Sigurður bendir til; einkum kann það að hafa átt sér stað, ef engin bygð var fyrir norðan vog- inn, eða hús þar, sem varðveita mætti skrúðann í, á meðan á kirkju- byggingu stóð. Það virðist svo sem mannabein þau, er aftur og aftur hafa fundist undir Litlu-Löngu á hinum umgetna stað, taki af allan vafa um hvar kirkjan fyrir norðan voginn hefir staðið. Nú síðastliðið ár hafa fundist þar beinagrindur, er mér sagt. Virðist hér hafa ver- ið kirkjugarður og kirkjan þá staðið í honum svo sem venja var til. Þessi grafreitur kirkjunnar þarna er þáfrá 11. og 12. öld, ef til vill frá fyrri hluta hinnar 13., en ekki yngri, því að af máldaga Kirkju-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.