Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Side 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Side 5
5 vestan Bryggjuhúsið, og mun þar frá upphafi hafa verið skips- uppsátur. Ingólfur hefir eflaust ekki látið á löngu líða áður en hann bygði hof og hefir hann þá sennilega bygt það í Reykjavík; jafnframt mun hann og hafa tekið upp goðorð og varla getur hjá því farið, að þeg- ar á dögum Ingólfs hafi verið farið að halda þing til að dæma mál manna, en hvergi er getið um, hvar það þing hefir verið haldið; í Reykjavík heita sem kunnugt er »Þingholt«; hvaða þing þau eru kend við vita menn eigi, en vel má vera að nafnið sé frá dögum Ingólfs og sé dregið af þingi, sem þá hafi verið haldið þar; seint á 18. öld stóð þar að vísu þinghús Seltjarnarneshrepps, en ef holtin hefðu nafn eftir því, mundu þau fremur hafa verið nefnd >Þinghús- holt«; holtin mundu einnig áður hafa haft eitthvert annað ákveðið nafn, sem einhverjar endurminningar mundu vera til um Eftir því sem ráða má af Flóamannasögu, hefir Ingólfur verið nokkuð innan við þrítugt, er hann reisti bú í Reykjavík; kona hans hét Hallveig Fróðadóttir; sonur þeirra var Þorsteinn, er höfðingi varð eftir föður sinn. önnur börn Ingólfs eru eigi nefnd, því það sem segir í Kjalnesingasögu, að Helgi bjóla hafi átt Þórnýju dóttur Ingólfs, er eigi að marka, því sagan er öll svo óáreiðanlegur sam- setningur. Það er þó mjög líklegt, að Ingólfur hafi átt að minsta kosti eina dóttur, og má ráða það af þvi er segir í Njálssögu, að um miðbik 10. aldar hafi Engey og Laugarnes verið eign Þórarins Ragabróður og Glúms bróður hans; þeir bræður bjuggu á Varmalæk í Borgarfirði; Engey og Laugarnes voru sameign þeirra bræðra eins og föðurleifð þeirra Varmilækur; er því líklegt að þær jarðir tvær hafi einnig verið erfðafé þeirra; en sé svo þá er mjög líklegt, að móðir þeirra bræðra, en kona Oleifs hjalta á Varmalæk hafi verið dóttir Ingólfs og kemur það vel heim við aldur þeirra; á hinn bóg- inn er óskiljanlegt að nefndar jarðir hefðu getað verið gengnar svo fljótt úr eign Reykvíkinga til borgfirðskra manna öðru vísi en að erfðum. Eftir því sem ráða má af Egilssögu sigldi Ingólfur til Norvegs sama sumarið sem hann settist að í Reykjavik; sagði hann góða landkosti á íslandi og varð mönnum í Norvegi tíðrætt um þetta efni. Eftir hvötum Ingólfs kom Skallagrímur vinur hans hingað til lands árið eftir, en Ketill hængur, vinur Skallagríms, fór hingað þegar sama sumarið sem Ingólfur kom til Norvegs. Innan fárra ára kom svo hver landnámsmaðurinn eftir annan: mun það fyrst hafa verið helzta hvötin fyrir þá, hve vel Ingólfur hefir látið af landinu og hinum nýja bústað sínum. Meðal landnámsmanna voru fjölda marg- ir er áður höfðu átt bólfestu fyrir vestan haf; einn hinn fyrsti þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.