Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Síða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Síða 18
18 1. í ferðabók 01. Ólaviusar1) er á bls. 630 o. s. frv. lýsing á gamla vefstaðnum, og með henni mynd, gerð eftir S. M. Hólm. I myndahefti því sem er í Nýjasafni (Ny kgl. sml.) í Kaup- mannahöfn nr. 1093 fol.2) er önnur mynd (Fig. 14) af gamla vef- staðnum eftir sama mann, Sæmund Magnússon Hólm, síðar prest að Helgafelli; þar eð sú mynd er dálítið frábrugðin þeirri, sem er í ferðabókinni, og henni fylgja betri skýringar, þykir rétt að prenta hana hér og skýringarnar með (sjá næstu bls.). Frummynd Sæ- mundar er nokkru stærri en þessi eftirmynd, sem gerð er eftir ljósmynd. 2. a.-b. Þegar gamli vefstaðurinn, sem er á Þjóðmenjasafninu, var settur upp árið 1900 svo sem áður var getið, fór Gunnar Hin- riksson að sumu leyti eftir lítilli vefstaðarfyrirmynd, er safnið hafði eignast að gjöf frá frú önnu Thorlacius í Stykkishólmi árið 1877 (nr. 1208). Þáverandi forstöðumaður safnsins, stiftsbókavörður og umsjónarmaður Latínuskólans, Jón Arnason, hefir óskað eftir að hún útvegaði safninu gamla vefstaðinn og sendir hún honum eftirfarandi bréf með þessari vefstaðarmynd: »Stykkishólmi 28 75. 77. Herra inspector! Þegar eg var að skoða forngripasafnið í fyrra haust, mæltust þér til að eg útvegaði yður íslenzka vefstaðinn; nú sendi eg yður hann, en ekki er það nema sýnishorn af vefstað; þó má eg segja sem satt er, að það vantar ekkert í hann af því, sem haft var í þann gamla. Móðir mín, sem nú er 74 ára, hafði í ungdæmi sínu séð ofið í honum, og eftir minni hennar er þessi mynd smíðuð; og vísa eg yður í ferðabók Ólavíusar að sjá mynd af þeim gamla ís- lenzka vefstað; þar má sjá, að þessi er þó rétt smíðaður, og tilsetn- ingin rétt. Eg hefi límt á hvern hlut hvað hann heitir, t. d. hlein- ar, meiðmar, lokuþollar, sem skilfjölin stendur í, hræll, sem brúkað- ur var til að jafna með varpið eða fyrirvafið, honum var jafnan (þá hætt var að vefa) stungið inn í vefaðið, þar sem eg hefi stungið þessum; vinduteinninn var hafður til að vinda á, og var siðan því uppundna smokkað ofan af, og hét það þá vinda, og var hún höfð til að draga fyrir með, nl. hún var ívafið, og hefi eg stungið henni upp undir rifinn, því það var ætíð gert þá hætt var að vefa. Eg !) Oeconomisk Eeise igiennem de nordvestlige, nordlige og nordostlige Kanter af Island, ved Olaus Olavius. Kbh. 1780. 2) Sbr. Kr. Kálund, Isl. beskr. I, 496, og Katalog over oldn. isl. hándskr. i det store kgl. bibliotek, bl». 108.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.