Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 31
31 ardal«. Sjálfur krossiun er nýr, smíðaður hér 1908, en róðan sjálf, mynd Krists, er að öllu leyti forn. Hún er að hæð alls 107 cm. og faðmlengd hennar 80 cm.; prentaða myndin er hér um bil '/a hluti hennar að stærð. Hún er útskorin úr birki, sem kann að hafa vaxið hér á landi; mestur gildleiki er 15,3 cm. um brjóst og 14 um hné. Armar eru festir við, en að öðru leyti er myndin öll, með kórónu á höfði og stalli undir fótum, eintrjáningur. Kórónan hefir verið hærri, en brotnað hefir ofan af henni, og sömuleiðis framan af fingr- unum. Að öðru leyti er myndin heil, og lýsir prentmyndin bezt út- liti hennar. Á mörgum stöðum vottar fyrir málningu, rauðbrúnni á fótstalli og fótum, hári og skeggi. Á mittisskýlunni, sem fest er um mittið með mittisbandi eða belti, vottar sumstaðar fyrir sömu máln- ingu, en sumstaðar sjást þó örlitlar leifar af bláleitri málningu. Á kórónunni virðast leifar af grænleitri málningu. Skegg og hár er kembt mjög reglulega, yfirskeggið nær aftur með kinnunum nær því upp undir eyru. Niður á herðar og brjóst liðast fagursnúnir lokkar. Er þetta ekki sérstakt fyrir þessa mynd, heldur algengt á fornum myndum með þessari gerð, og þessi mynd hefir öll venjuleg einkenni hinna fornu krossa með rómanskri gerð, eins og sjá má á prent- myndinni, kóróna, en ekki þyrnisveigur á höfði, stallur undir fótum og þeir aðgreindir og hvor negldur sér, en ekki negldir saman með sama naglanum, armar beinir út, en ekki uppávið, mittisskýla breið, nær niður á hné og er fest með belti. Kristur er sýndur lifandi, með opin augu og uppréttu höfði. Síðusár er ekki sýnt með skurði; hefir máske verið málað. Myndin virðist vel geta verið nær jafn- gömul kristninni hér á landi og naumast vera yngri en frá annari öld kristninnar hjá oss. Ekki mun til vera jafnforn kross annar með líkri gerð hér á landi. En í Noregi eru til á fornmenjasafni háskólans, í Björgvin- jarsafni og í kirkjum, mjög fornir krossar útskornir úr tré1). í Sví- þjóð eru og mjög gömul krossmörk til enn með rómanskri gerð, út- skorin úr tré2). Kross þessi hefir ekki verið hafður frammi á altarinu né heldur verið borinn fyrir. Hann kann að hafa verið yfir kórdyrum, en mestar líkur virðast þó vera til þess, að hann hafi verið yfir og upp af altarinu aftast, líkt og t. d. krossinn á hinu alkunna altari frá Broddaþorps-kirkju á Vestur-Gautlandi í Svíaríki, sem er talið vera frá síðasta hluta 12. aldar8). *) Harry Fett: Billedhuggerkunsten i Norge under Sverreætten. *) Hans Hildebrand: Sveriges medeltid III. 5. bls. 473 o. s. frv. *) Bernhard Salin: Altarprydnaden frán Broddetorpskyrka, i Sv. fornmför. tid- skrift 8. b., bls. 24 o. s. frv. Sbr. H. Hildebrand 1. bls. 258—60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.