Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 30
30
Snorrabud og reidgótuna, ad stefna á Þingvelle var bud Eyjólfs
Bólverkssonar«. Það má vel sjá á staðnum, við hvað hjer er átt,
en þar sjest nú engin tótt, aðeins stórgert og óreglulegt þýfl. Það
er hjer um bil þar sem S. GK markar (með tölunni 26) á uppdrætti
Bínura, að búðin hafi verið. Eins og áður var tekið fram, áleit S. Gr.
(og S. V.), að búð Eyjólfs væri Hlaðbúð. En að Hlaðbúð hafi verið
hjer virði3t óliklegt, enda óvist að hún hafi verið búð Eyjólfs. Þar
á móti verður ekki katastasis rengd um það, að búð Eyjólfs hafi
verið þar sem hún tiltekur, en sönnur verða ekki færðar á mál
hennar. Þessi staður er nær því í sömu stefnu og allar búðirnar
undir hallinum eru í, og mætti því eins telja til þeirra þá búða-
tótt, sem hjer stæði, ef hún væri nokkur. En nú skulu taldar þær
af þessum búðatóttum, sem hjer eru fyrir norðan, milli hallsins og
eyranna eða árkvíslarinnar, og byrjað nyrzt.
C Búðir undir hallinum, fyrir norðan veginn.
Fyrst verður að geta þess, að katastasis frá 1700 segir svo að
upphafi: »Flosabud var nordurlengst vestanframm wnder fossenum,
enn ad mestu afbrotin Ao. 1700«. Það kann að vera, að hjer hafi
verið leifar af einhverri búð 1700, en nú verða þær ekki greindar
með neinni vissu nje mældar. Áin hefir sópað hjer öllu lauslegu á
braut og sjást nokkrir steinar eftir, sem kunna að hafa verið hleðslu-
steinar í búðarvegg, þeim þá, er nær var hallinum1. Þeir S. G. og
B. Gr. hafa markað hjer búðarleifar á uppdrætti sína; ritar B. G.
»Flosabúð hin síðari« við á sínum uppdrætti, sjálfsagt eingöngu eftir
1) í fornöld hefir áin sennilega runnið mestöll anstanvið hólmann, eins og hún
gerir nú og hefir gert, liklega um hálfrar aldar skeið; en mjög lengi, og sennilega
frá því á ofanverðri 16. öld, hefir hún stöðngt eða stundum runnið mestöll að vest-
anverðu við hólmann og þá myndað, líklega úr fögrum velli, eyrar þær og rásir,
sem nú eru þar til stórra lýta staðnum. Þá hefir hún brotið landið smátt og smátt,
svo að ekki varð eftir, nema ræma sú, er nú er undir hallinum, og hólmi einn litill,
beint þar niður- og fram-undan, sem hleðslan er uppi á gjábakkannm (lögherg). — Á
siðustn árum hefir runnið dálítil kvisl fram með hallinum og milli hans og þeisa
hólma, en nær þornað upp þegar áin var sem minst á sumrin. Til þess að fyrir-
byggja frekara landbrot hjer og til þess að stuðla að frekari gróðri á eyrunnm ljet
jeg gera ramgjörva stíflu fyrir þessa kvísl allra nyrzt og fylla allan farveg hennar
norðantil með möl og sandi, sem tekinn var úr aðalfarveginum, til þess að dýpka
hann jafnframt og breikka, svo að áin flæddi siður yfir eyrina eða i rásirnar á
henni. Þarf að halda þessu verki áfram og girða eyrina, svo að hún geti smátt og
smátt gröið npp á komandi tið.