Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 89
89
colnshire »vápnatökin« Aslaceshou, Calnodeshou og Hawardeshou.
En nöfnin eru í upphafi á haugum þeim sem voru á bæjum hjer-
aðshöfðingjanna og þeir hjeldu á þing með mönnum sínum.
í ritgerð sinni um greftrunarsiði Ynglinga1 2) hefir Sune Lind-
qvist nýlega gert þessa þinghauga að umtalsefni. Þeir eru alkunn-
ir í Svíþjóð undir þvi nafni (tingshögar), eru lágir og flatir ofan.
Hann ætlar að þeir muni hafa verið til í öllum germönskum lönd-
um. Hann segir að margar samþyktir hafi enn á 14 og 15. öld
verið gerðar á »Anunda-hög-ting« í Badelunda nálægt Vasterás í
Svíþjóð. Hann byggur að Óttarshaugur á Vendli og Ingjaldshaugur
hins illráða á Ræningi hafi fyrrum verið þingshaugar; því sjeu þeir
flatir ofan og skáhallir nokkuð mót suðri, sem bendi jafnfrarat til
þess, að alþýða hafi setið (eða staðið) sunnanvið haugaria. — Við
Óttarshaug voru haldin bygðarmót alt fram til síðustu ára. Þing-
völlurinn þar sje nú vaxinn gisnum skógi og nefndur Malmasheden.
Fundarmenn voru fáir og hópuðu sig rjett við hauginn; ræðumaður
stóð á honum miðjum; þar var lítill pallur.
Eins og sjá má eru ekki lítil líkindi með áhleðslunni á lögbergi
og þessum þinghaugum erlendis. Að visu er enginn höfðingi heygð-
ur í upphækkuninni á lögbergi, en hún hefir verið gerð nokkuð
sviplík hinum fornu þinghaugum samt, og jafnframt til þess að
minka hallann á gjárbarminum, sjálfu lögberginu. — Enda munu
ekki allir fornir þinghaugar hafa verið orpnir yfir menna. — Með
þessu og steinsætunum, sem hjer voru og, ef til vill svo sem fætur
undir trjebekkjum, er á þá hafa verið festir, má ske um þing hvert,
var glöggar afmarkað það svæði, er lögsögumaður skyldi skipa þeim
mönnum, sem hann vildi3. — Steinarnir sjálfir hafa sennilega ekki
verið sæti, heldur munu hafa verið trjebekkir bæði á lögbergi og í
lögrjettu, í fornöld að minsta kosti4 * * *. — Það er ekki heldur óhugs-
andi, en hins vegar ekki líklegt heldur, að gerður hafi verið tirab-
urpallur á þessari áhleðslu, svo sem gert hefir verið við konunga-
heimsóknirnar 1907 og 1921. Þess háttar timburpallar tíðkuðust þó,
1) Ynglingaáttens gravskick, i Fornvdnnen 1921, bls. 83 o. s. frv.
2) Sbr. K. Lehmann í grein um Ding í J. Hoops Reallexilcon d. Germ.
Altertk., I., bls. 472: Das Thing wurde unter freiem Himmel, meist an bestimmter
Statte (þingstaðr), baiifig auf einem Hiigel (þinghaur — örabhiigel?) abgehalten.
3) Sbr. lögsmþ. í Grágás, Kb., bls. 209.
4) Sbr. Árb, 1880-81, bls. 26 og Árb. 1911, bls. 17. Sbr. og K Lehmann,
l. C.: „Auch spaterhin finden sich auf Steinen ruhende Balken oder hölzerne Bande
(Thingbenk, stokkar), auf denen der Ansschuss der Thingteute sass, wahrend das
ganze Volk herumstand11.