Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 73
73
haugur hafi verið á hólmanum1. — Fjelst Kálund þá á að þetta
myndi rjettara hjá S. G. en sjer2 3 * * * *.
Það mun hvergi vera hægt að fá vitneskju um það af fornum
ritum, hvenær lögrjettan hafi verið flutt í þennan hólma, sem búða-
skipunin frá 17UO segir að hún hafi verið færð af 1577 og kallaður
sje Kagahólmi. S. G. ætlar, að hún hafi verið í öxarárhólma
1213—14 (en þó eftir Sturl.-s. uppi á völlum 1234), og einnig
megi ráða af Þingskapaþætti (Kb, bls. 39?), að hún hafi verið í
hólmauum »seinast þegar Grágás gilti sem lögbók*. Fyrir því eru
víst engar líkur, að neinn lögrjettu-flutningur hafi átt sjer stað á
þeim tímum, og ekki er mjer kunnugt um á hverju það er bygt,
að lögrjettan hafi verið búin að vera »lengi« á þessum hólma, sem
hún er sögð fiutt úr 1577, eða 1579, eftir því er Guðbr. Vigfússon
segir (í Origines I., 335).
A.f vitnisburði Svarts prests Árnasonar, prentuðum í Morðbrjefa-
bæklingum Guðbrands biskups Þoilákssonar, Rvik. 1902—1906, b!s.
215—216, má sjá, að lögrjettan hefir verið á hólma í ánui í byrjun
16. aldar (1506 ?)8.
Nú eru einir 3—4 hólmar fyrir austan aðal-hólmann, og nokkr-
ir smáhólmar að auki. Búðaskipunin eldri segir að lögrjettan hafi
verið í Kagahólma, en ekki í Þorleifs hólma, sem hún nefnir einnig;
og bú*askipunin yngri segir óbeinlínis, að Kagahólmi sje á móts
við búðirnar 16—18. (sjá greinarnar um þær hjer að framan, bls.
36-37); hlýtur þar að vera átt við aðalhólmann. Nú er Þorleifs-hólmi
nyrztur hólmanna, fyrir aust-norðan Kagahólma. Hafi Þorleifs-haug-
ur verið í honum, eða nálægt honum austan við ána, og lögrjettan
í Kagahólma þegar á 14. öld, þá kæmi það heim við Þorleifs-þátt,
að því er stefnuna snertir, en gera verður þá ráð fyrir því, að
Þorleif8hólmi hafi ekki verið orðinn hólmi þá, heldur hafi verið
1) Alþst. 42-44.
2) Isl. beskr. II., bls. 406.
3) Crottskálkur Hólabiskup setti „menn til adgiœtslu — — — svo ad Jon Sig-
mundsson fiengie ecke j Lögriettu ad ganga utan i einnm stad. þar sem ein mio
bryggia la yfer um ana. Kom þa Jon Sigmundsson ad þessare bryggiu. og þa hann
kom ut a tried. þa bafde svo verið um buid eda med farid. ad Jon datt ofan i ana.
og hafdi þa ecki stætt verid. Hafdi þa Jon Sigmundsson flotid ad holmenum. og
einn sa madur sem j holminum var staddur naadi i harid a Jone. og dro bann upp
a holmann“. Svartur prestur gefur þennan vitnisbarð sinn um svofelda frásögn
tveggja manna, er nærstaddir voru, og annar þeirra „sagdist hafa verid einn j stöd-
unni hia þeim bryggiuendanum. sem i land horfdi. og nidur slapp. þa hann Jon
Sigmundsson fiell i hylenn". — Dr. Jón Þorkelsson hefir bent mjer á þennan vitnis-
burð.