Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 48
48
’þetta*. — Og nr. 3299 lýpir S. V. svona: »Refitt með silkikögri,
sem var yflr dyrunum á tjaldinu, — því hinn hlutann vantar sem
áður er sagt. Hann er rúm H/a al. (98 cm.) fyrir utan kögrið, en
7 þuml. (18,3 cm.) á breidd. Kögrið er með ljósbláum, gulum og
hvítum silkiskúfum; það er að neðan og fyrir báða enda. Þess skal
getið, að tjald þetta getur verið miklu eldra en frá tíð Olafs stipt-
amtmanns, því það er víða dregið og sumstaðar bætt af sama efni,
til að halda því við, en að öðru leyti er það heilt og vel um gengið*.
Hvað því svo við víkur, sem segir í búðaskipuninni frá 1700,
að búð Geirs goða hafi verið hjer og búð Höskuldar Dala-Kollssonar
milli hennar og árinnar, þá er það skemst af því að segja, að þær
búðir eru hvergi nefndar í Njáls-s. eða öðrum fornritum og óvíst,
hvar þær hafi verið. Það er líklegt að Geir goði hafi haft búð
sína nálægt búð Gissurar hvíta, sem búðaskipunin telur næsta hjer,
sunnanvið þessa; en sjálfsagt er búð Gissurar = Mosfellingabúð,
svo sem hún er einnig nefnd í Njáls-s., sbr. 33. og 119. k. Enn-
fremur er auðsjeð af 33. k. í Njáls-s., að búð Höskuldar Dala-Kolls-
sonar er = Dalamannabúð, svo sem hún er nefnd í sögunni. En
eins og ráða má einnig af Njáls-s., hafa báðar þessar búðir verið
vestan ár, og líkindi til, að Dalamannabúð hafi staðið sunnar en
Mosfellingabúð, en ekki er það vist sarat; hún kann að hafa staðið
norðausturundan henni eins og búðaskipunin segir. Það er valt að
byggja í þessu efni á því sem sagt er um göngur manna, t. d. í
liðsbónunum, hvar eða hvaðan Hrútur hafi sjeð Unni, hvaðan Hall-
gerður kom, þá er hún mætti Gunnaii o. s. frv. Hinsvegar er einnig
valt, að reiða sig nokkuð á búðaskipunina frá 1700 í þessu efni.
Hún er sennilega bygð á ágizkunum eftir frásögnunum, aðallega í
Njáls-s., og höfundur hennar eða 17. aldar menn hafa sennilega
ekki staðið betur að vígi en menn nú á tímum, er þeir skyldu reyna
að gera sjer grein fyrir, hvar þessi eða hin búð í fornöld hafi staðið1.
29 Um 1 m. nær hallinum en 28., og við suðvesturendann á
henni, er örlítil tótt, ferhyrnd og jöfn á alla vegu. Dyr eru á suð-
vesturvegg miðjum. Stærð að utanmáli 3,30 m. á hvorn veg, en að
innan 1,30 m. Mun hafa verið eldhús (soðhús), geymslubyrgi eða
1) Sbr. ennfr. Isl. beskr I., bls 102—103, og Alþst., bls. 12. „Plázið“ í þeirrri
grein á að vera „planið“ (svo i frumritinn), þ. e. upplráttur höf. — S. Gr. segir s.
»t., að Njáls-s. sje ekki vel samkvæm sjálfri sjer um þessa búð (Dalamannabúð) í 2.
og 33. k.; en eins og Kálund bendir á í Is). beskr. 1. c. er þar raunar um enga
ósamkvæmni að ræða i Njáls-s., en með þvi að draga rangar ályktanir af frásögn-
inni á hvorum staðnum geta menn komist i bobba, einkum með að fá alt i samræmi
við búðaskipunina um leið.