Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 72
72
Það sýnist nú vera næsta einkennilega og ókunnuglega til orða
tekið um Hallbjörn, að hann færi »til bygða heim með fé sitt«,
sem hann hjelt nálægt haugi Þorleifs, er stóð »norður af lörjettu«.
Skiftir minstu i því sambandi, hvort lögrjettan og haugurinn hefir
verið norðan ár uppi á völlum eða nokkru nær bænum, svo sem
seinni tíma frásagnir um Þorleifs haug benda til. Jón Olafsson frá
Grunnavík, sem var nákunnugur á Þingvelli1, segir að Þorleifs-haug-
ur sje »austan fram við öxará«, — á fyrsta fjórðungi 18. aldar. —
Eggert Olafsson segir um miðbik 18. aldar, að haugur Þorleifs sé
á Þorleifshólma í öxará, þar sem sakamenn sé af teknir, eða þar
hafi mátt sjá leifarnar af honum til skamms tíma; áin hafi skolað
burtu meira og meira af honum2. Báðir segja þeir Jón, að forn-
gripir hafi komið í ljós í haugnum við það, að áin braut hann. —
Sjera Páll Þorláksson, sem var prestur á Þingvöllum frá þvi 1780,
segir í fornleifa-skýrslu sinni 1817, að haugur Þorleifs hafi sjest á
hólma þeim i ánni, er við hann var kendur og nefndur Þorleifs-
hólmi, en í landskjálftunum, sem gengu árið 1789, hafi komið jarð-
sprunga eða gjá í hólmann, og hafi þá haugurinn horfið algerlega,
svo að nú sjáist als ekkert eftir af honum.
Þessir þrír höfundar, sem skýrt hafa þannig fiá Þorleifs-haugi,
nefna ekkert lögrjettuna í sambandi við hann, en Eggert tekur það
fram, að hún hafi í fyrstu staðið austan árinnar, en nú hafi hún 1
nokkrar aldir verið fyrir vestan ána, ásamt öllum þeim búðum og
tjöldum, er tilheyri hinu veraldlega rjettarhaldi.
Af þessari sögusögn um hauginn á 18. öldinni þykir Kálund i
fyrstu vafalaust, að Þorleifs-haugur hafi verið á hólma (Þorleifs-
hólma) í öxará, og ekki austan ár eins og Jón Olafsson segir; en
af því leiði, að lögrjettan hafi einnig verið í hólmanum, þegar Þor-
leifs-þáttur var ritaður, á 14. öldinni, enda komi það heim við það,
að lögrjettan hafi verið í öxarárhólma á 16. öldinni og hafi þá
sýnilega verið búin að vera þar lengi3.
S. G. var að vísu kunnugt um þessa frásögn Eggerts Olafsson-
ar um Þorleifs-haug í Þorleifs-hólma, eu honum þótti hún ósam-
rímanleg við Þorleifs-þátt, frásagnirnar um lögrjettu á völlunum
og um lögrjettu í hólmanum; álítur þetta tilbúning á seinni tímum,
bygðan á misskilningi og þó jafnframt á þvi, að einhver fornmanna-
1) Sbr. Isl. beskr. I., bls. 123—24 og 126—27.
2) Sbr. bls. 1031—32 í ferðabók Eggerts og Bjarna.
3) Isl. beskr. I., bls. 123.