Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 5
5
á rannsóknunum á sjálfum staðnum, en alment viðurkend niður-
staða ekki fengin í lögbergsmálinu. í viðaukagrein við ísl.-lýs. sína
(II. 403—407) gat Kálund 1882 um ritgerðir þeirra Sigurðanna, um
leið og hann leiðrjetti ýmislegt, er hann hafði áður ritað (í I. b.) um
Þingvöll, en tók lítið tillit til þeirra að öðru leyti. Katastasis prent-
aði hann þá jafnframt á íslenzku; hafði haft útleggingu af henni í
I. b., eftir vondri uppskrift. — Þrem árum síðar var hún prentuð í
Árb. 1884—1885, bls. 139—152, eftir því sem hún var í einni góðri
afskrift, líkri þeirri er Kál. prentaði, og jafnframt eftir þeirri, er
áður hafði verið prentuð í Þjóðólfi 1851, sem var slæm. Frumrit
Sigurðar lögmanns var þá óþekt í bili, en dr. Jón Þorkelsson, nú
þjóðskjalavörður, fann það síðar (í N. kgl. s. 1281 fol.) og ljet prenta
í Árb. 1887, bls 45—46. í sama handriti fann hann aðra katastasis
eða »búðaskipun« 1735, og gaf hana út jafnframt (Árb. 1887, bls. 47).
Taldi hann líklegt að hún væri eftir son eða sonarson Sigurðar lög-
manns, Sigurð sýslumann eldra eða Brynjólf sýslumann í Hjálmholti.
Björn Gunnl., þeir Sigurðarnir og Kálund báru hina eldri búðaskip-
un saman við þær tóttir, sem þeir sáu, en hina yngri hefir enginn
borið saman við þær, svo kunnugt sje, fyr en jeg gerði það fyrir
fám árura, eftir að hafa mælt búðatóttirnar og samið lýsingar þær
er hjer verða nú settar.
I viðauka við útgáfu sína af Sturlungasögu 1878 (II, 505 o. s.
frv.,— með uppdr.)rit aði Guðbr. Vigfússon um lögberg og ljet í ljós
sömu skoðun og áður við Kálund, og sem Kálund hafði fært rök
að, að það hafi verið fyrir vestan, en ekki austan, öxará. Konr.
Maurer fjellst á sömu skoðun í ritdóm um bók Kálunds (í Germania
XXIV) 1879. Aftur á móti vildi Vilhj. Finsen ekki fallast á hana,
heldur ljet i ljós í orðaskýringum sínum aftan við Skálholtsbók af
Grágás 1883 og í riti sínu »IJdkast til en isl. Retshistorie«, sem enn
er óprentað, að hann teldi S. V. hafa hrakið hana með rannsókn
sinni og ritgerð í Árb. 18801.
Árið 1883 gaf Guðbrandur Vigfússon út II. b. af Corpus
poetkum boreale, og á bls. 496—97, aths. 4, tók hann enn i stuttu
máli fram helztu ástæðurnar gegn þeirri kenningu, að lögberg hafi
verið austan ár, og fyrir hinni, að það hafi verið vestan árinnar.
Nokkrum árum síðar studdi dr. Björn M. Olsen skoðun þeirra
Guðbrands og Kálunds í ritgerð um lögberg, sem útgefin var (á bls.
137—47) í »Germanistische Abhandlungen zum LXX. Geburtstag Kon-
1) Sbr. einnig ummæli Valdimars Ásmnndarsonar i Árb. 1888—92, bls. VI.
(æfiminning S. V.).