Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 10
10 hefir sýnilega aldrei verið, þá er alls ekki eyðandi orðum að þess- ari endileysu frekar. Kálund álítur, að af búðum þeim, sem getið er um í Njáls-sögu, hafi þessar verið vestan árinnar: Dalamanna-búð (=búð þeirra Höskuldar og Hrúts), Rangæinga-búð (=búð Marðar gígju og Marð- ar Valgarðssonar), Mosfellinga-búð (=búð Gissurar hvíta), ölfusinga- búð (=búð Skapta Þóroddssonar), Virkisbúð (= Mýramanna-búð ?) Hlaðbúð, (er hann ætlar sje =) búð Snorra goða, Skagfirðinga-búð (=búð Hafrs auðga), Möðrvellinga-búð (=búð Quðmundar ríka) i sumum handritum nefnd Norðlendingabúð), Vatnsfirðingabúð og lík- lega Dalverjabúð (búð Rúnólfs úr Dal), því að yfirleitt eru flestar búðir vestan ár, nema búðir Þingeyinga og Austanmanna; austan ár eru nefndar í Njáls-sögu Ljósvetninga-búð (búð Þórkels háks) og Öxfirðingabúð, sem raunar er ekki nefnd, nema í einu handriti; ennfremur álítur Kálund, að Byrgisbúð hafi verið austan ár, eins og tekið var fram áður. — Af Kristnisögu má og sjá, að Vestfirð- ingabúð hefir verið vestan ár, þar niðurundan gjábakkanum lægri, sem þeir Hjalti og Gissur ljetu Þormóð prest syngja hina fyrstu messu á alþingi, sunnudaginn 23. júní árið 1000. Kann hún að vera sama búðin og Vatnsfirðingabúð, en ekki er það víst. Af þeim búðum, sem nefndar eru í Sturlunga-sögu, þykir Ká- lund sýnt, að Valhöll Snorra Sturlusonar, Valhallardilkur, Alsherjar- búð, Jöklamanna-búð og Austfirðinga-búð hafi verið austan ár, og sömuleiðis Byrgisbúð, sem einnig er nefnd í Sturlunga sögu, en »Grýta«, sem Snorri Sturluson ljet gera eitt sumar, og Hlaðbúð, sem einnig er nefnd í Sturl.s., hafi verið vestan ár; óvíst sje hvoru megin Skarðverja-búð og Saurbæinga-búð hafi verið. Sigurður Vigfússon setti, auk Byrgisbúðar, Hlaðbúð á ákveðinn stað, á hina auknu útgáfu sína af útgáfu Kálunds af uppdrætti Björns Gunnlögssonar og að eins fáein búðanöfn, sem á honum standa og Sigurðar Guðmundssonar. Jeg hefi stundum orðið þess var, að menn, sem eru að skoða Þingvöll, halda að búðatóttirnar, sem þeir sjá þar, sjeu frá fornöld. Kálund ljet í ljósi í Isl. beskr. I., bls. 98, að menn hefðu efalaust öld eftir öld notað efnið úr fornu búðunum er menn gerðu sjer nýja búð. Hvorugt er rjett, síst hið fyr nefnda. Af fornum búðum sjást nær engar leifar. Þær hafa sennilega verið gerðar úr timbri sum- ar að nokkru eða jafnvel öllu leyti. Á það bendir ákvæði eitt í Grágás, Konb. 78 (I., bls. 130), svo látandi: »Smiðar þeir er hvs gera or avstronom viðe eða bruar vm ar þær eða votn er net næmir fiscar ganga í. eða gera buðir a alþingi. Þeir eigo cost at
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.