Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 10
10
hefir sýnilega aldrei verið, þá er alls ekki eyðandi orðum að þess-
ari endileysu frekar.
Kálund álítur, að af búðum þeim, sem getið er um í Njáls-sögu,
hafi þessar verið vestan árinnar: Dalamanna-búð (=búð þeirra
Höskuldar og Hrúts), Rangæinga-búð (=búð Marðar gígju og Marð-
ar Valgarðssonar), Mosfellinga-búð (=búð Gissurar hvíta), ölfusinga-
búð (=búð Skapta Þóroddssonar), Virkisbúð (= Mýramanna-búð ?)
Hlaðbúð, (er hann ætlar sje =) búð Snorra goða, Skagfirðinga-búð
(=búð Hafrs auðga), Möðrvellinga-búð (=búð Quðmundar ríka) i
sumum handritum nefnd Norðlendingabúð), Vatnsfirðingabúð og lík-
lega Dalverjabúð (búð Rúnólfs úr Dal), því að yfirleitt eru flestar
búðir vestan ár, nema búðir Þingeyinga og Austanmanna; austan ár
eru nefndar í Njáls-sögu Ljósvetninga-búð (búð Þórkels háks) og
Öxfirðingabúð, sem raunar er ekki nefnd, nema í einu handriti;
ennfremur álítur Kálund, að Byrgisbúð hafi verið austan ár, eins
og tekið var fram áður. — Af Kristnisögu má og sjá, að Vestfirð-
ingabúð hefir verið vestan ár, þar niðurundan gjábakkanum lægri,
sem þeir Hjalti og Gissur ljetu Þormóð prest syngja hina fyrstu
messu á alþingi, sunnudaginn 23. júní árið 1000. Kann hún að
vera sama búðin og Vatnsfirðingabúð, en ekki er það víst.
Af þeim búðum, sem nefndar eru í Sturlunga-sögu, þykir Ká-
lund sýnt, að Valhöll Snorra Sturlusonar, Valhallardilkur, Alsherjar-
búð, Jöklamanna-búð og Austfirðinga-búð hafi verið austan ár, og
sömuleiðis Byrgisbúð, sem einnig er nefnd í Sturlunga sögu, en
»Grýta«, sem Snorri Sturluson ljet gera eitt sumar, og Hlaðbúð,
sem einnig er nefnd í Sturl.s., hafi verið vestan ár; óvíst sje hvoru
megin Skarðverja-búð og Saurbæinga-búð hafi verið.
Sigurður Vigfússon setti, auk Byrgisbúðar, Hlaðbúð á ákveðinn
stað, á hina auknu útgáfu sína af útgáfu Kálunds af uppdrætti
Björns Gunnlögssonar og að eins fáein búðanöfn, sem á honum standa
og Sigurðar Guðmundssonar.
Jeg hefi stundum orðið þess var, að menn, sem eru að skoða
Þingvöll, halda að búðatóttirnar, sem þeir sjá þar, sjeu frá fornöld.
Kálund ljet í ljósi í Isl. beskr. I., bls. 98, að menn hefðu efalaust
öld eftir öld notað efnið úr fornu búðunum er menn gerðu sjer nýja
búð. Hvorugt er rjett, síst hið fyr nefnda. Af fornum búðum sjást
nær engar leifar. Þær hafa sennilega verið gerðar úr timbri sum-
ar að nokkru eða jafnvel öllu leyti. Á það bendir ákvæði eitt í
Grágás, Konb. 78 (I., bls. 130), svo látandi: »Smiðar þeir er hvs
gera or avstronom viðe eða bruar vm ar þær eða votn er net
næmir fiscar ganga í. eða gera buðir a alþingi. Þeir eigo cost at