Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 79
79
verið þá. Tóttarveggirnir segir Guðmundur sje nær 2'/a al. að hæð,
hlaðnir úr grjóti og torfi og dyr sjeu á báðum endum. Um þing-
tímann sjeu settar upp 4 og 5 smásperrur og klætt yfir með
islenzku vaðmáli, en þar eð op sjeu upp af gaflhlöðunum og báðar
dyrnar alveg opnar, þá rigni á gerðabókina og málskjölin undir
eins og skúr komi úr lofti, nema skrifarinn gæti þess vel að bjaiga
öllu í snatri, og þegar hreyfi vindi fjúki skjölin út í loftið, og
leggi maður frá sjer pennan, þá feyki vindurinn honum burtu,
stundum blekugum yfir gerðabókina og skjölin. Biður hann stift-
amtmann sjá um, að bygt verði hið bráðasta hæfilegt þinghús fyrir
rjettarhöldin, en meðan ekki geti úr því orðið verði lögrjettunni
haldið í því ástandi, að unt sje að hafa þar uppi við skjöl sín, án
þess að þau skemmist af vatni og vindi.
Ekki varð úr þinghússbyggingunni fyr en um miðja öldina, eins
og áður var vikið að bjer að framan í greininni um 28. búð og
amtmannsstofu, en ókunnugt er mjer um, hvaða ár þessi 2 timbur-
hús hafa verið bygð. Um stærð þeirra og útlit veit jeg að svo
stöddu ekki greinilega heldur1.
Eins og kunnugt er, var haldið hjer alþingi síðast 1798 og fór
hið síðasta rjettarhald hjer fram 23. júlí, siðdegis, það ár. En hinn
20. s. m. hafði húsið verið dæmt óhæfilegt lengur. Er sagt þannig
frá þessu í lögþingisbókinni fyrir það ár, bls. 68—72: »Þann 20ta
Júlí f. m. vóru til stadar í Logþingisrettinum: Hra. Amtmadur Vibe,
Hrar. Logmenn M. Stephensen, M. Olafsson, Více-Logmadur St.
Stephensen og Landfógeti Finne, samt adrir til stadar verandi kóng-
legir Embættismenn*, því næst er skýrt frá upplestri nokkurra
skjala, uppboði og tilkynningu, og síðan kemur svo látandi
skýrsla: »L0gmadurinn M Stephensen gaf til kynna, ad sökum
Alþíngis ónædis, og heilsuspillandi dragsúgs í gegnum glugga-brotid
og opid Logréttu-hús, um hvort hann bidur nálæga kónglega Em-
bættismenn nú ad vitna eptir sjón, sé hann vid Réttarhald í þessum
vindhjalli, nú ordinn lasinn og veikburda, svo hann ei treystist til,
ad halda svo lengi fram Logþ nginu, sem þarf til dóms uppsagnar
1) S. Gt. hefir skrifað svo látandi athugaseind (m. a.) á eina af afskriftum þeim,
er hann átti af búðaskipnninni frá 1700: „Bjarni (o. Thorsteinsson) sagði mjer, að
hann hefði sjeð lögrjettuna og hefði hún verið litið timburhús með klukku upp á,
er almenningur hefði sagt, að Haraldur Sigurðsson hefði gefið alþingi, en sú klnkka
var seinna í Reykjavíknr-skóla, er seinna var hafður fyrir lögrjettu, og hefir sú
klukka siðan verið flutt að Bessastöðum að öllum likindum11. — Enn fremur: „Bjarna
minti, að lögrjettan hefði verið lítið hús með dyrum á gaflinum, er sneri móti Ár-
mannsfelli; í henni var borð fyrir þverum gafli«.